15.9.2015 | 18:19
Fláajökull
Fláajökull, sem er skriðjökull og gengur úr suðausturhluta Vatnajökuls niður á Mýrar í Hornafirði hefur lengi verið uppáhaldsjökull minn en ég horfði nær daglega á hann í æsku ofan af Fiskhól og hef í gegnum tíðina séð Jökulfell sem er í jökulsporði hans stækka. Þegar myndir frá byrjun síðustu aldar eru skoðaðar þá sést Jökulfell ekki. Það er hulið ísstáli.
Umgjörð Suðursveitar, Mýra og Nesja í Hornafirði er mjög óvenjuleg og á sér kannski hvergi hliðstæðu, hvorki hér á landi né annarsstaðar. Stutt til sjávar og hver skiðjökullinn eftir annan steypist niður frá Vatnajökli og breiðir úr sér. Það er ótrúlega stutt frá grænu sveitinni upp í meginhvel Vatnajökuls, aðeins 15 km. Ferðamönnum nútímans finnst þetta einnig heillandi sýn og tilbúnir að greiða hátt gjald fyrir upplifunina sem er einstök: Voldugur jökullinn seilist niður í byggð í gegnum fjallaskörð og dali niður á græna og votlenda byggðina. En fyrr á öldum háðu bændur mika baráttu við vötnin. Skaftfellsk þrautseigja sem hélt lífinu í byggðinni.
Fláajökull frá þjóðvegi. Jökulfell sækkar á hverju ári.
Ég heimsótti vin minn Fláajökul 3. ágúst 2015 og velti því um leið fyrir mér þegar ég gekk yfir traustra göngubrúnna yfir kolmórauða jökulánna Hólmsá að einhvern tíma í framtíðinni gætu ísjakar og jöklar heyrt sögunni til og aðeins verið til á myndum. Það er ein afleiðing hnattrænnar hlýnunnar.
Jöklar vita svo margt. Jöklar geyma ótrúlegt magn upplýsinga um veður og loftslag.
Á síðasta mælingarári hörfaði sporður Fláajökuls um 78 metra. Hörfunin frá 1995-2000 var að meðaltali 10-25 m/ári en hefur verið 50-78 m/ári síðan þá.
Í fróðlegri ritgerð, Hörfunargarðar við Fláajökul: Landlögun, dreifing, setgerð og bygging eftir Heimi Ingimarsson er fjallað um hörfunargarða og dembigarða jafngangsjökla. Einnig hörfun jökulsporðsins.
Hólmsá, sem rennur undan Fláajökli, hefur lengi ógnað byggð á Mýrum
Áægtis upplýsingar eru um baráttu Mýramanna og jökulsins víða nálægt bílastæðinu. Árið 1937 voru miklar framkvæmdir og einnig 2002. Densilegur kamar tekur á móti ferðamönnum og smá mátti geitur frá Húsdýragarðinum í Hólmi.
Fláajökull hefur einnig borið nafnið Hólmsárjökull en Hólmsá kemur frá honum en einnig Djúpá sem fellur í Hornafjarðarfljót. Einnig hafa nöfnin Mýrajökull og Hólsárjökull verið notuð yfir skriðjökulinn.
Heimildir:
Hörfunargarðar við Fláajökul: Landlögun, dreifing, setgerð og bygging, Heimir Ingimarsson, 2013
Við rætur Vatnajökuls, Árbók FÍ 1993, Hjörleifur Guttormsson
Jöklar á Íslandi, Helgi Björnsson, 2009.
Geographic Names of Icelands Glaciers: Historic and Modern, Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams jr, 2008.
Tveir í sjálfheldu við Fláajökul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Samgöngur, Umhverfismál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233598
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.