Kröfuganga á Tindfjallajökul

Ég ákvað að ganga á Tindfjallajökul með Ferðafélagi Íslands þann 1. maí. Það hentaði vel í 3T jöklamarkmið mitt.  Það er hefð fyrir að fólk beri kröfur sínar á torg þennan dag. Ég ákvað að fara í kröfugögnu fyrir jökla landsins og krefjast minni hita og stofna embætti umboðsmanns jökla

Jöklar Íslands, eitt af sjö undrum veraldar þurfa málsvara.

Lagt var af stað frá FÍ í Mörkinni kl. 8 á fjallarútu frá Hópferðamiðstöðinni og haldið á söguslóðir. Keyrt framhjá Hlíðarenda og beygt í norður upp Flótsdalsheiði. Slóð liggur upp í rúmlega 650 metra hæð og versnaði færið er ofar dró vegna aurbleytu. Fjórir skálar eru við rætur Tindfjallajökuls og var numið staðar nokkru fyrir neðan neðsta skála. Lagt var af stað í jöklagönguna kl. 11:11 og þrætt framhjá Tindfjallaskála og arftaka hans.  Glæsilegur skáli, Miðdalur var næst á vegi okkar með vel hlaðna vörðu í hlaði. Efsti skálinn er skáli ÍSALP og snæddum við þar áður en haldið var á fönnina.

Færðin á jöklinum var þung undir fótinn, heitt var í veðri, fimm gráður og súnkaðist maður niður í snjóinn. Haldið upp eftir hrygg einum og þegar komið var í 1.137 metra hæð bar við grænan mosa. Fyrir ofan hann var snjór sem fóðraði hann. Meistaraverk. Allt í einu kom þverhnípi, við þurftum að lækka  okkur um hundrað metra. Það er óvenjulegt  fjallgöngu á uppleið. Fyrst var prílað 50 metra lóðrétt niður og stefnt á Búraskarð. Þegar upp skarðið var komið var hæðin aftur komin í 1137 metra en þá mætti okkur þoka. Rúmir tveir kílómetrar voru að Ými (1462 m) hæsta tindi Tindfjalla. Við mynduðum tvöfalda röð og horfðum á næstu hæla.

Sexhundruð metrar í Ými kallaði leiðangursstjórinn og formaður FÍ, Páll Guðmundsson og landið fór aðeins að lyftast. Loks kom gat í þokuna og sást niður í Þórsmörk og loks í tindinn Ými. Það var brekka framundan.  Ákveðið var að fara norðan meginn á tindinn. Það var tignarleg sjón að sjá allan hópinn 22 garpa hefja uppgöngu. Þegar komið var í fjórtánhundruð metra hæð og glæsileg íborg gnæfði fyrir ofan okkur, hásæti Ýmis voru tveir undanfarar sendir upp til að kanna aðstæður. Það höfðu verið óhagstæð veður dagna áður, úrkoma og hiti. Leiðangursmenn mátu aðstæður þannig að hætta gæti verið á ferð, snjóflóð gæti farið af stað en við sáum merki þessi víða í fjöllunum í kring. Því var snúið við.   

Á bakaleiðinni sást vel til fjallana í hryggnum sem sást frá skálanum. Fjöllin með tignarlegu nöfnin, Haki, Bláhnjúkur, Búri, Saxi og Hornklofi. Einnig var Tindurinn eða Einbúi tignarlegur.

Komið var að rútu kl. 18.30. Gangan að Ými tók fjóra og hálfan tíma og rúmlega tvo og hálfan til baka. Þetta voru erfiðir (4 skór) en skemmtilegir 14 tímar í kröfugöngu fyrir góðan málstað. 

 Að lokum eru hér GPS punktar sem ég tók, en til að hafa lögin með mér, þá er allt birt án ábyrgðar.

   650 m      63.45.193       19.42.394   Rúta         (kl. 11:11)
   697 m      63.45.435       19.41.819   Tindfjallaskáli
   817 m      63.46.167       19.41.001   Miðdalur
   869 m      63.46.404       19.40.680   ÍSALP
 1137 m      63.46.710       19.38.475   Mosi
 1087 m      63.46.792       19.38.341   Niður af hæð
 1139 m      63.46.873       19.36.848   Búraskarð
 1386 m      63.47.238       19.34.110   Fótstallur Ýmis   (kl. 15.40)

 

MinniHiti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 313
  • Frá upphafi: 233132

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 263
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband