Norður-Íshaf er hið eiginlega Miðjarðarhaf

Svo mælti Vilhjálmur Stefánsson (1879-1962), landkönnuður og mannfræðingur.

Íshafsleiðin, “Norðausturleiðin”, (The Northern Sea Route) liggur á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs. Án hafíss væri þessi stysta leið milli heimshafanna tveggja fjölfarnasta siglingaleið jarðar!

Ísland, Hong Kong norðursins

Vegna legu landsins á miðju Atlanshafi milli Evrópu og Ameríku skapast miklir möguleikar á að gera Ísland að öflugri umskipunarhöfn – Hong Kong norðursins, sérstaklega er horft til austurstrandar Bandaríkjanna. Einnig er hægt að aðstoða Rússa við að koma vörum sínum á markað, t.d. olíu, timbri og málmum. Í þessu sambandi hefur verði rætt um olíuhreinsunarstöð m.a. í Reyðarfirði og Skagafirði. Áhugi stjórnvalda verið lítill. Þau hafa frekar veðjað á áliðnaðinn með öllum þeim ruðningsáhrifum sem hann hefur.

Umskipunarhöfn 

Íshafsleiðin, eða siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu norðan Rússlands var fyrst farin af rússneska skipinu Alexander Sibiryakov árið 1932. Frá Íslandi er þessi siglingaleið til Tokyo innan við 7000 sjómílur (18-20 dagar), en ef farið er um Suezskurðinn er hún um 12,500 sjómílur (34-36 daga sigling). Umtalsverð ísbráð á norðurslóðum, framfarir í siglingatækni og skipasmíðum áundanförnum árum hafa gert það að verkum að þessi leið er nú fær lengur og lengur á hverju ári, þrjá til fjóra mánuði. Auk verulega styttri siglingaleiðar milli Íslands og Japan þá liggja að þessari leið landsvæði sem eru mjög rík að hráefnum sem Íslendingar gætu hugsanlega aðstoðað við að koma á markað. Þessi leið er einnig mjög áhugaverð fyrir ferðamenn. Hér kann því að vera umtalsvert sóknarfæri fyrir íslensk fyrirtæki og vísindamenn.

Stefnt er að því að á árunum 2008-2010 verði flutt 10 milljón tonn um Íshafsleiðina og þó um Ísland færi ekki nema 5-10% af því þá yrði um gífurlega mikla flutninga að ræða.

Það hefur verið gaman að fylgjast með umræðunni um olíuhreinsunarhöfn á Vestfjörðum.  Þetta er aðeins fyrsti kafli í mögnuðm sóknartækifærum Íslendinga til að byggja upp öfluga atvinnu á landinu.

Ef vel tekst til á næstunni, þá gæti heimsýn okkar orðið eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Ishaf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 233601

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband