75 frá hernámi Noregs

Nú eru liðin 75 ár síðan Þjóðverjar hernámu Noreg og Danmörku í heimsstyrjöldinni síðari.

Mér var hugsað til 10. apríl fyrir 75 árum er ég var í skoðunarferð á smáeyju sem hýsir virkið Oscarsborg í Oslóarfirði fyrir þrem árum. Eyjan er vel staðsett í miðjum firðinum gengt þorpi sem heitir Drøbak.

Mánuði fyrir hernám Íslands, þann 9. apríl  1940 var mikil orrusta á Drøbak-sundi, sú eina sem háð var við eyjuna meðan hún var útvörður.  Þjóðverjar höfðu áformað að hertaka Noreg með hernaðaráætluninni Operation Weserübung en hún byggðist á því að senda flota með fimm herskipum til landsins. Þegar Oslóarsveitin kom nálægt Oscarsborg, gaf hershöfðinginn Birger Eriksen skipun um að skjóta á þýsku skipin. Forystuskipið Blücher var skotið niður og tafðist hernámið um sólarhring. Kóngurinn, ríkisstjórnin og þingið með gjaldeyrisforðann gat nýtt þann tíma til að flýja höfuðborgina.

Árið 2003 yfirgáfu hermenn eyjuna og nú er hún almenningi til sýnis.  Mæli ég með skoðunarferð til eyjarinnar og tilvalið að sigla aðra leiðina frá Osló.

Safnið í virkinu var mjög vel hannað og stórfróðlegt að ganga um salina sem sýndu fallbyssur frá ýmsum tímum ýmis stríðstól. Fyrir utan virkið voru svo öflugar fallbyssur sem góndu út fjörðinn. Orrustunni við Nasista voru gerð góð skil.  En hún er mjög vel þekkt í Noregi.

Mikið var manni létt að þurfa ekki að upplifa það að vera kvaddur til herþjónustu og forréttindi að búa í herlausu landi.  Stríð eru svo heimskuleg.  Mér dettur strax í hug speki Lennons - "Make Love, not War".

En hernám Þjóðverja á Noregi setti af stað atburðarás sem gerði Íslendinga ríka.

Oscarsborg

Eyjurnar tvær með Oscarsborg virkið og fallbyssur á verði. Það sérmóta í rætur Håøya, hæstu eyjarinnar í Oslóarfirðinum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

John Lennon hefði nú lítið gagn getað gert þarna á Óslóarfirði.

Hershöfðinginn Birger Eriksen gerði nú ólíkt meira gagn með skipun sinni um að skjóta á þýzku skipin og sökkva sjálfu 17.800 smálesta forystuskipinu Blücher sem hét eftir von Blücher, marskálkinum fræga í Napóleonsstyrjöldunum, og var innan við fjögurra ára gamalt stríðstól.

Nazistar hafa treyst á, að Norðmenn reyndust lyddur eða "friðarsinnar", menn sem hafa frið á hvaða verði sem er að markmiði, fremur en eðlilegir landvarnamenn; sem betur fer lenti Blücher á hafsbotni og hvílir þar enn; verðugt er það og réttlátt.

Jón Valur Jensson, 10.4.2015 kl. 18:41

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar land manns verður fyrir innrás er þetta ósköp einfalt dæmi:

Hvað er innrásarliðið að gera?

Er það bara að leggja landið undir sig til að hafa af því skattfé?  Ef svo er, þá meiga þeir það.  Eitt yfirvald er öðru líkt.  Það var reyndar þannig sem Alexander mikli lagði mest undir sig: fólk reiknaði út að hann væri jafn-góður eða betri en þeirra fyrra yfirvald, og nennti ekki að berjast.

Norðmenn og Danir voru í þessari aðstöðu - svo þeir máttu alveg slappa af og lofa Nazistum að gera það sem þeim sýndist.  Skifta bara einu setti af sósíaldemókrötum út fyrir annað eins eða svipað.

Eru þeir að fara um ruplandi og nauðgandi?  Ef svo er, hve vel vopnaður ertu?  En nágranni þinn?  Ef hvorugur ykkar hefur yfir að ráða meira en einum .22 riffli eða tvíhleypu, þá skaltu vona að þú getir gengið til liðs við innrásarherinn, vegna þess að þú ert *fucked.*

Þetta er það sem flestir borgarar þurfa að díla við, alltaf, í öllum styrrjöldum.  Enginn lifir af nema sá sem getur safnað nógu liði til þess að skjóta á móti.  (Það þarf 1 af ykkur vs 3 af þeirra...)  Svíadrykkur bíður þeirra sem berjast ekki.

Hefur herinn áhuga á landinu sem slíku, og ætlar að útrýma þér?

Sama og að ofan, nema þessir eru oftar en ekki með miklu effectívari her en þeir í dæminu að ofan.

Svo er dæmi eins og við hér þekkjum: herseta í strategískum tilgangi.  Við munum hvernig það var.  Ekkert sem þarf að hafa stórar áhyggjur af.  Reddast.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2015 kl. 23:11

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Raunalegt að lesa þetta frá þér, Ásgrímur. Kynntu þér sögu Norðmanna í stríðinu -- og nazista!

Jón Valur Jensson, 11.4.2015 kl. 01:42

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er bara raunsær.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2015 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 233670

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband