4.4.2007 | 23:41
Chel$ky gegn Spurs - dularfulla rútuhvarfið.
Um páskana verða spilaðar tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsti leikurinn á laugardag verður viðureign Chel$ky og Spurs. Rifjaðist upp fyrir mér leikur þessara liða fyrir tæpum 17 árum.
Þegar Íslendingar héldu upp á fullveldisdaginn árið 1990, hélt ég á Brúnna til að horfa á leik Chelsea og Tottenham. Ég var í minni fyrstu vísiteringu á knattleiki í London. Daginn eftir var farið á stórleik Arsenal og Liverpool á Highbury.
Við stóðum í "The Shed", bláu stúkunni sem var nokkuð langt frá vellinum því hlaupabraut var á milli. Stúkunni breytt árið 1994 og færðust áhorfendur nær grasinu. Mér er minnistæð ein blá súla sem stóð fyrir miðri stúkunni og hélt uppi þakinu en eyðilagði mikið útsýni.
Chelsea var í barsli á þessum árum, voru á ferð milli deilda en Tottenham var erkióvinur Arsenal. Mér er mjög minnisstætt er ég hitti harða stuðningsmenn eftir sigurleikinn við Liverpool (3-0) og góður möguleiki á að vinna deildina. Ég spurði gáfulega hvernig þeim litist á framhaldið. Þá svöruðu þeir: "Alveg sama um deildina, bara að við töpum ekki fyrir Tottenham." Svona var forgangsröðin! Því var öllum göldrum beitt geng Spurs.
Það merkilega sem gerðist eftir þennan leik var að Tottenham lenti í 16 ára álögum í viðureignum gegn Chelsea. Þeir unnu ekki leik í deildinni fyrr en í nóvember síðstliðinn. Alls spiluðu liðin 31 leik eftir heimsókn okkar og vann Chelsea 20 leiki og gerði 11 jafntefli.
Skondið atvik henti leikmenn Totteham sem gæti skýrt hluta að óförunum. Leikurinn á Brúnni hófst ekki á réttum tíma og vallarvörðurinn tilkynnti að leikurinn myndi tefjast um nokkrar mínútur. Kom síðar í ljós að lögreglan hafði gert rútu Spursmanna upptæka.
Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. desember var skrifað um leikinn og dularfulla rútuhvarfið.
Tottenham tapaði fyrir Chelsea, 2:3, og leikurinn hófst tólf mínútum of seint eftir að rúta Tottenham var degin í burtu af lögreglunni. Þegar leikmenn liðsins komu út af hóteli sínu og ætluðu að leggja af stað á völlinn kom í ljós að rútan var farin. "Ég hélt að þetta væri falin myndavél," sagði Terry Venables framkvæmdastjóri Tottenham. Í ljós kom að rútan hindraði umferð og fimmtán milljón punda lið Tottenham mætti til leiks í jakkafötunum. Kerry Dixon gerði fyrsta mark Chelsea og John Blumstead bætti öðru við fyrir leikhlé. Gascoigne minnkaði muninn en Gordon Durie gerði þriðja mark Chelsea. Til að bæta gráu ofaní svart skaut Gary lineker yfir úr vítaspyrnu en náði að bæta fyrir það með marki á lokamínútunum.
Í enskum fjölmiðlum var að sjálfsögðu fjallað um horfnu rútuna og fyldi það sögunni að rútubílstjórinn hjá Tottenham væri að leita að annari vinnu!
Fyrir þá sem eru vel lesnir í enska boltanum, þá eru þetta öngvir smákarlar í Tottenham liðinu.
Hvernig fer svo leikurinn á laugardaginn, ég spái sigri hjá Chelsea.
Látum svo álagaleikina fylgja hér með:
Chelsea 2-1 Tottenham Hotspur 11-03-2006
Tottenham Hotspur 0-2 Chelsea 27-08-2005
Tottenham Hotspur 0-2 Chelsea 15-01-2005
Chelsea 0-0 Tottenham Hotspur 19-09-2004
Tottenham Hotspur 0-1 Chelsea 03-04-2004
Chelsea 4-2 Tottenham Hotspur 13-09-2003
Chelsea 1-1 Tottenham Hotspur 01-02-2003
Tottenham Hotspur 0-0 Chelsea 03-11-2002
Chelsea 4-0 Tottenham Hotspur 13-03-2002
Tottenham Hotspur 2-3 Chelsea 16-09-2001
Tottenham Hotspur 0-3 Chelsea 17-04-2001
Chelsea 3-0 Tottenham Hotspur 28-10-2000
Tottenham Hotspur 0-1 Chelsea 05-02-2000
Chelsea 1-0 Tottenham Hotspur 12-01-2000
Tottenham Hotspur 2-2 Chelsea 10-05-1999
Chelsea 2-0 Tottenham Hotspur 19-12-1998
Chelsea 2-0 Tottenham Hotspur 11-04-1998
Tottenham Hotspur 1-6 Chelsea 06-12-1997
Tottenham Hotspur 1-2 Chelsea 01-02-1997
Chelsea 3-1 Tottenham Hotspur 26-10-1996
Tottenham Hotspur 1-1 Chelsea 27-04-1996
Chelsea 0-0 Tottenham Hotspur 25-11-1995
Chelsea 1-1 Tottenham Hotspur 11-02-1995
Tottenham Hotspur 0-0 Chelsea 23-11-1994
Chelsea 4-3 Tottenham Hotspur 27-02-1994
Tottenham Hotspur 1-1 Chelsea 01-09-1993
Chelsea 1-1 Tottenham Hotspur 20-03-1993
Tottenham Hotspur 1-2 Chelsea 05-12-1992
Chelsea 2-0 Tottenham Hotspur 11-01-1992
Tottenham Hotspur 1-3 Chelsea 24-08-1991
Tottenham Hotspur 1-1 Chelsea 02-03-1991
Chelsea 3-2 Tottenham Hotspur 01-12-1990
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.