23.3.2007 | 23:17
Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu
Hvernig heldur maður upp á afmælið sitt. Jú, ég ákvað að halda upp á daginn með stæl og skundaði í Hafnarfjarðarleikhúsið á sýninguna Draumalandið.
Leikritið er byggt á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar en ég er einmitt að lesa hana. Búinn með þriðjung.
Á leiðinni í Fjörðinn, vonandi ekki Álfjörðinn, velti ég því fyrir mér hvernig væri nú hægt að búa til leikrit úr pælingarbók eða sjálfshjálparbók. Þau hljóta að hafa bókin til hliðsjónar var niðurstaða mín.
Sýningn hófst á upphafsorðum bókarinnar og fylgdi henni vel á eftir. Mörg áhrifarík atriði voru framreidd á umhverfisvænu sviðinu.
Tölur geta verið þurrar og leiðinlegar. Leikhópurinn kom með bráðsnjalla lausn á því að sýna alla virkjanlega orku landsins. Vatni var hellt í stórt mæliglas og sást myndrænt hvernig öll virkjanleg orka í hverri sprænu á landinu var tæmd í glasið. Á meðan þessu stóð, þá hugsaði maður, þetta má EKKI gerast!
Í lokin flutti meistari Megas ættjarðarljóðið "Draumalandið", það var meiriháttar. Mér hefur aldrei fundist Megas betri og áhrifaríkari. Þetta lag verð ég að kaupa í iPod.
Leikhópurinn samanstóð af sex leikurum, jafn skipt á milli kynja og ung stúlka kom og stal senunni í einu atriði. Tónlistin var áhrifarík var vel studd af náttúrumyndum sem varpað var á sýningartjald.
Leiksýningin Draumalandið var skemmtileg sýning. Áhrifaríkir tveir klukkutímar mjög fljótir að líða. Aldrei dauður blettur. Bakhliðin á Esjunni skiptir máli!
Áfram sól í Hafnarfirði.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 24.3.2007 kl. 14:40 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233598
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.