Tékkland - Ísland og gullni pilsner-bjórinn

Tékkland og Ísland leika forkeppni EM 2016 í dag í Pilsen. Ţađ er ţví góđ tenging ađ fjalla um Tékkland og bjór í dag ţegar jólabjórinn tekur völdin.

Tékkland er mesta bjórţjóđ veraldar og er bjórneysla á mann 149 lítrar á ári. Slá ţeir út Austurríki međ 108 og Ţjóđverja međ 106 lítra. Ísland er í 37. sćti međ 45 lítra og lćgra en á FIFA-listanum en Ísland er ţar í 28. sćti.

Fyrst Tékkland,land lagersins er í beinni í kvöld, ţá verđur mađur ađ rifja upp og upplifa bjórsöguna og láta hugann leita til Pilsen.  Ţar er merkilegt brugghús, musteri brugglistarinnar, Pilsner Urquell Brewery.  Ţar var fyrsti gullni bjórinn međ botngerjun eđa kaldri gerjun bruggađur áriđ 1842. Tími pilsnersins  var ţá runninn upp og markađi upphaf lagerbjórsins. Tćrleiki hans er í glasiđ kom var ađlađandi og samsetning ilms og bragđs, sem var maltkennd en međ indćlum humla og bitterkeim, heillađi alla er á honum smökkuđu.  Svo vel hefur gullni bjórinn frá Bćheimi (Bohemia) lagst í Íslendinga ađ 97% af seldum bjór í Vínbúđunum er lagerbjór.

Bjór má skipta gróft upp í tvo flokka, öl (ale) og lager.   Öl er bruggađ međ gertegund sem vinnur mest viđ yfirborđiđ en í lager er notađur ger sem vinnur mest viđ botninn viđ kaldara hitastig. Síđan tekur viđ langt geymsluferli, „lagering“.

Ţađ er gaman ađ fara í skođunarferđ um bruggverksmiđjuna sem framleiđir Pilsner Urquell  og anda ađ sér bjórsögunni. Nokkrir stuđningsmenn Íslands heimsóttu hana fyrir leikinn. En eikartunnur frá frystu lögn, fyrir 172 árum, eru til sýnis fyrir ferđamenn. Einnig er gengiđ um kaldan kjallarann og hápunkturinn er sopi af  ósíuđum og ógerilsneyddum pilsner bruggađur í eikartunnu. Ţreföld humlun er lykilinn. Bjórinn er gjöf náttúrunnar til mannsins.

En hvernig fer svo landsleikurinn:  Spái Tékkum 1-0 sigri á Struncovy Sady Stadion í Pilzen. Klókt hjá Tékkum ađ spila leikinn í vaxandi Pilsen-borg, ţađan koma flestir landsliđsmennirnir, fimm frá Viktoria PlzeĹˆ og ţjálfarinn. En völlurinn er lítill, tekur 11.700 manns, litlu meira enn Laugardalsvöllur.

Pilsner Urquell

Inngangurinn í elsta Pilsner-brugghúsiđ (Burgher's brugghúsiđ) minnir meira á sigurboga en hliđ. Vatnsturninn, 46 metra hár sést í gegnum hliđiđ og minnir á mínarettu á mosku. Háir reykháfar standa upp úr brugghúsinu, musteri brugglistarinnar og smekklegar vöruskemmur sjást. Á bakviđ strćtóinn sem keyrir gesti um bruggţorpiđ er Pilsen bjórlestin sem flutti vörur á hverjum morgni til Vínar. Brugghúsiđ er mjög stutt frá leikvellinum.

 

Heimild:

Wikipedia:  http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_beer_consumption_per_capita


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir fróđleikinn um bjórinn.Já 1-0, og nú erum viđ tekin alvarlega og ég er hrćdd um ađ viđ töpum. En innst inni blundar von um ađ strákarnir okkar nái ađ minnsta kosti jafntefli.  

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2014 kl. 04:17

2 identicon

Godur pistill ad vanda, thú tharft ad fara ad láta sjá thig og smakka á heimabruggudug Ale

Adalsteinn Esjarsson (IP-tala skráđ) 16.11.2014 kl. 09:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband