Hrafnagjá

Hrafnagjá er ekki vel þekkt. En hún er stutt frá Vogum og minnir á Þingvelli með Almannagjá sem miðpunkt.

Hrafnagjá er tilkomumikil ofan við Voga, með háu hamrabelti sem snýr til fjalla. Hún er mjög djúp á köflum og nokkuð breið milli bakka. Besta upp- og niðurgangan í Hrafnagjá á þessum slóðum er um Kúastíg. Ofan hans á gjárbarminum eru þrjár vörður; Strákar.

Talið er að þær hafi verið nefndar svo vegna þess að þrír strákar, kúasmalar, úr Vogum hafi dundað við að hlaða upp fáeinum steinum, sem síðar voru kenndir við þrjá “Stráka”. Kúastígurinn hefur eflaust verið notaður af selfólki úr Vogunum og e.t.v. hafa verið kúahagar á grasbölunum við ofanverða gjána.

Hrafnagjá er á köflum mjög djúp, minnir á Almannagjá en er þrengri.

Síðan var stefna tekið yfir Huldur, þarna eru víða sprungur er leyna á sér. Komið að Hulugjá en þær eru tilkomuminni en Hrafnagjá.

Hrafnagjá er af mörgum talin fallegri en Almannagjá. 

 Hrafnagjá

Vörðurnar Strákar við Hrafnagjá. Gengið niðu um Kúastíg. Keilir í fjarlægð.

 

Dagsetning: 24. september 2014 
Hæð stígs: Lægst: 14,3 m og hæst: 48,6 m.
GPS hnit Vogaafleggari: (N:63.58.395 - W:22.21.462)  23 m.
Heildargöngutími: 90 mínútur (19:10 - 20:40)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd:  4.0 km 

Skref: 6.200

Orka: 363 kkal eða 3 bananar.
Veður kl. 19 Keflavík: Skýjað, SV 10 m/s,  8,2 °C. Raki 97%. Skyggni 25 km. Skúrir.
Þátttakendur: Útivistarræktin, 7 manns.
GSM samband:  Gott 4G samband.


Gönguleiðalýsing
: Mosavaxið gróft hraun. Gengið meðfram Hrafngjá sem liggur samhliða Reykjanesbraut. Áfram er haldið að Huldum og Huldugjá.

Gönguslóð

Gönguleiðin, 4 km alls. Keyrt eftir Reykjanesbrautinni að gatnamótunum að Vogum. Lagt við hringtorgið.
Gengið um kílómeter að Hrafnagjá og meðfram henni. Síðan yfir jarðsigið Huldur að Huldugjá.

Heimild:

Ferlir.is - Kánabyrgi – Viðaukur – Heljarstígur – Huldur - Kúastígur - Hvíthólar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 233604

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband