Tækni og vit 2007

IMG_4482

Stórsýning tileinkuð tækniþróun og þekkingariðnaði stendur nú yfir í Fífunni í Kópavogi. Þetta er glæsileg sýning sem undirstrikar það að þekkingariðnaðurinn á eftir að verða þriðja stoðin í hagkerfi Íslendinga.

Það hefur verið gaman að fylgjast með og vera þáttakandi í sýningarhaldi. Á fimmtudag kíkti ég á opnunarhátíðina og var þar góð stemming. Mest annríki var við  bás Auðkennis enda voru þeir að afhenda gestum rafræn skilríki. Það er stemming fyrir þessari vöru núna enda uppskáru rafræn skilríki titilinn athyglisverðasta varan.

Stiki ehf, fyrirtækið sem ég vinn hjá var mjög farsælt um helgina. Á föstudag var Stiki eitt af fjórum fyrirtækjum sem fékk viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækja. Hin sprotafyrirtækin voru Stjörnu-Oddi, Gagarín og Marorka sem hampaði Vaxtasprotanum.

Ég mætti ásamt nokkrum starfsmönnum Stika á föstudaginn niður í Gerðuberg en Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra afhenti Vaxtarsprotann. Gott framtak hjá Samtökum iðnaðarins, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskólans í Reykjavík en þau standa á bakvið viðurkenninguna.

Stiki var með í sprotabás Samtaka iðnaðarins og hlaut sá bás verðlaun fyrir athyglisverðasta sýningarsvæðið á  Tækni og vit 2007. Sýningarsvæði Samtaka iðnaðarins kallast Sprotatorg og er gróandinn þar í fyrirrúmi.

Góð helgi hjá Stika ehf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 233596

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband