Arsenal : Hull City - Enska bikarkeppnin á Wembley

Hull og Grimsby voru þekkt nöfn á Íslandi á Þorskastríðsárunum. Þaðan voru gerðir út togararnir sem veiddu fiskinn okkar. Við unnum stríðið um þorskinn og seldum Englendingum fisk í staðinn. Hnignun blasti við í gömlu útgerðarbæjunum.

Nú eru þeirMorgunblaðið 5. nóvember 1985 að rétta úr kútnum.  Ég fór í mína einu siglingu með togaranum Þórhalli Daníelssyni í nóvember 1985 og seldum við í Hull. 

Hull var drungaleg borg og sóðaleg með sína 266 þúsund íbúa. Við höfnina voru byggingar sem mosi eða sjávargróður var farinn að nema land á.  Veðrið var drungalegt og fegraði ekki borgina á Humbersvæðinu. Við sigldum inn River Hull og opna þurfti dokkir til að halda réttri vatnsstöðu í ánni. Þegar við lögðum festar við bryggju þá voru margir voldugir togarar bundnir við landfestar. Þeir máttu muna fífil sinn fegurri.

En um kvöldið fórum við á þekkta krá, "Camio" hét hún og eru menn enn að segja sögur af þeirri merku krá. Svo subbuleg var hún.  Bjórinn var ekki leyfður á Íslandi og því varð að kíkja á pöbb. Ég missti af kráarferðinni en trúi öllum sögunum, svo vel voru þær sagðar.

En ég rifja þetta upp út af því að í dag er úrslitaleikur í Enska bikarnum. Þar leiða saman hesta sína mínir menn, Arsenal frá London og Hull City í fyrsta skipti. 

Það hefur því margt breyst í Hull, borgin rétt úr kútnum og endurspeglast það í gengi knattspyrnuliðsins, fyrsta skipti í úrslitum elstu og virtustu knattspyrnukeppni heims. Spurningin er hvernig lítur Camio út í dag?

Hull er á Humberside í norðausturhluta Englands og rakt sjávarloftið frá Ermasundi blæs í austanáttum. Vígi rugbý íþróttarinnar er á svæðinu og á sama tíma og úrslitaleikurinn á Wembley fer fram þá verður úrslitaleikur milli Hull KR og Hull FC í Super League.

Ég er bjartsýnn fyrir hönd míns liðs, Arsenal og spái öruggum 2-0 sigri.  Ramsey og Podolsky gera mörkin og enda bikarleysið.  Þetta verður góður dagur.

Arsenal : Hull


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233594

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband