Kongungsvegurinn - dýrasta framkvæmd Íslandssögunnar

Í dag gekk ég fyrsta hluta Konungsvegarins ásamt 67 röskum göngumönnum frá Útivist. Þetta er raðganga í sjö áföngum.  Í sumar eru liðin 100 ár frá Íslandsferð Friðriks VIII Danakonungs ásamt 200 manna fylgdarliði. Aldrei fyrr hafði verið haft jafn mikið við vegna komu erlendra gesta enda sjálfur þjóðhöfðingi Íslendinga á ferð.  Útivist minnist heimsóknarinnar með raðgöngu og Ferðafélag Íslands með fornbílaferð 16. júní.

Aldargangan hófst við Árbæ við Elliðaá í kl. 11 upp Elliðaárdal, framhjá Árbæjarkirkju um  Rauðhóla  yfir Geitháls upp Mosfellsheiði, framhjá Miðdal og endaði við Djúpadal en hann var ekki djúpur. Göngunni lauk kl. 15.30 og voru 15,7 kílómetrar að baki í sluddkenndu veðri. Friðrik og félagar  höfðu  brunch í Djúpadal á leið til Þingvalla. Farastóri var Sigurður Jóhnsson og hafði hann hannað merki, skeifa með kórónu og stóð á henni F Rex VIII. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem ferð fær eigið merki. Frábært framtak en þetta er þó til í þróuðum göngulöndum í nágrenni. 

Göngurhópurinn var röskur og kláraði verkefnið á góðum tíma. Á heimleiðnni var keyrt eftir Suðurlandsbraut, niður Hverfisgötu og framhjá Lærða skólanum en þar hófu konungur og fylgdarlið ferðina 1. ágúst 1907. Meðalhraðinn var 4,5 km á klukkustund og er það mjög góður hraði sé miðað við stærð hópsins. Hér eru helztu punkar út GPS tæki mínu. 

Árbær.......: 64.07.160 - 021.50.177      23 m     (kl. 11.00)

Rauðhólar:  64.05.725 - 021.45.686      86 m    (kl. 13.00)

Geitháls...:  64.05.576 - 021.42.252      97 m    (kl. 14.10 - 10,3 km)

Djúpidalur:  64.06.592 - 021 37.443    164 m    (kl. 15.30 - 15.7 km)

 

Gísli Sigurðsson skrifaði um Kongungsveginn í árbók FÍ árið 1998. Hann kemur með skemmtilega sýn í framkvæmdina með því að bera kostnaðinn við tekjur landssjóðs.

En von var á Friðrik VIII konungi til landsins í ágúst 1907. Var afráðið að hann færi til Þingvalla, til Geysis og Gullfoss, suður hreppa, að Þjórsártúni og til Reykjavíkur.

“Menn gerðu ráð fyrir því að konungurinn kysi að aka þessa leið í yfirbyggðri léttikerru fremur en að ferðast ríðandi. Það sýnir þó sambandsleysið  við hátignina, að aldrei hefur verið spurt beinlínis að þessu”. (*)  Þarna sáu menn möguleika á að gera veg frá Þingvöllum að Geysi og út í Hreppa. Því var ráðist í vegaframkvæmdina 1906 og lauk fyrir komu konungs 1907 og hún kölluð Konungsvegurinn. Lög um landsreikning voru samþykkt fyrir árin 1906/07 í einu lagi og var kostnaður við vegabætur 220.257 krónur, stærsti hluti Konungsvegur en heildarútgjöld landssjóðs voru liðlega 3.1 milljón. Því var kostnaðurinn um 14% af ársútgjöldum ríkisins. Þessi framkvæmd er líklega dýrasta vegaframkvæmd sögunnar og í sama stærðarflokki  ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar sem var til umræðu árið 2002.

Um konungskomuna var gefin út bók, en ekkert var minnst á vagnaveginn dýra. Kóngsvagninn var aðeins notaður til að flytja vistir, tjöld og drykkjarföng en kóngur ferðaðist ríðandi. Ekkert var minnst á dýrasta mannvirki landsins, Konungsveginn í frásögnum fjölmiðla!

 

Heimild:

(*) Árbók F.Í. 1998, bls. 73


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfullsins haugur af bloggi er þetta karl! En er ekki matur hjá okkur? Sturla

Sturla (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Jóhannes Einarsson, 8.3.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 233596

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband