Sjálfbærni og heilsufarsmælingar

Lærdómur ársins var að skilja GRI sjálfbærnivísana og sjálfbærni.  Við hjá ÁTVR vorum fyrsta Ríkisstofnunin sem gerði GRI sjálfbærniskýrslu.
 
Síðustu þrjú ár hefur verið boðið upp á heilsufarsmælingar hjá ÁTVR og árangur á heilsu starfmanna góður og á rekstur fyrirtækisins.  Mikil mælingahefð er í fyrirtækinu og stöðugleiki í rekstrinum. Því hefur verið gaman að fylgjast með ákveðnum vísum og hafa þeir bent í réttar áttir.
 
Fjarvistum hefur fækkað, starfsfólk er ánægt í vinnunni, viðskiptavinir eru ánægðir, mengun hefur minnkað, kolefnisfótsporið hefur minnkað, reksturinn er góður og það sem athyglisverðast er að  55 starfsmenn hafa farið úr of háum blóðþrýstingi í eðlilegan á tímabilinu.  Þeir hafa breytt um lífsstíl.  Heilsuræktarstyrkir og samgöngusamningar eiga þar drjúgan hlut að máli. Einnig hefur fræðsla um mataræði og markmiðssetningu hjálpað til.
 
Með breyttum lífsstíl er hægt að spara mikið fjármagn í heilbrigðiskerfinu. Heilsufarsmælingar eru mjög öflug forvörn. Öll fyrirtæki á Íslandi ættu að bjóða upp á heilsufarsmælingu og sýna þannig samfélagslega ábyrgð. Ekki veitir af. 
 
Hér er áramótamyndin, stóra myndin.
Heilsufarsmæling og sjálfbærni
 
Heilsufarsmælingar hjá ÁTVR hafa staðið yfir í þrjú ár og jákvæður árangur. Myndin sýnir Stóru myndina en þá tengjast GRI sjálfbærnivísarnir inn í sjálfbæru víddirnar þrjár. Fyrst eru stefnur skilgreindar. Síðan fer GRI vinnan af stað. Rauðu kassarnir eru heilsufarsmælingar, heilsuræktarstyrkir og samgöngusamningur. Það kemur hreyfingu á fólkið, dælir blóði um fyrirtækið. Niðurstaðan er jákvæð. Neikvæðir þættir minnka. Niðursaðan: Fyrirtækið þekkt fyrir góða þjónustu og samfélagslega ábyrgð.
 
Hugtakið sjálfbær þróun er skilgreint sem: „Mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ 

Sjálfbær þróun er hugtak sem vísar til þróunar þar sem litið er til lengri tíma og reynt að ná jafnvægi milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta.
 
Gleðilegt sjálfbært nýtt ár! 
 
Tenglar:
Fyrirlestur hjá Umherfisstofnun:  Svannurinn - Reynslusaga innkaupaaðila
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 236527

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband