5.11.2012 | 01:18
Sigur Rós á Airwaves
Mætti með Særúnu á fyrstu tónleika Sigur Rósar í fjögur ár hér á landi á Airwaves hátíðinni. Um sjö þúsund manns voru mættir og margir erlendir aðdáendur sveitarinnar. Flestir með iPad og í lopapeysum.
Salurinn rólegur, prúður, kurteis.
Eftir klukkutíma upphitun og sama lagið sem var orðið leiðigjarnt, þá birtust goðin ásamt aðstoðarfólki, bakröddum og lúðrasveit. Það er allataf mikil veisla þegar Sigur Rós stígur á svið.
Fyrsta lagið hófst rólega en svo kom sprengja, vá. Hvílík snilld og gæðsahúð spratt fram. Sveitin var á bakvið tjald og birtust dulúðlega myndir á því. Eftir þrú lög féll tjaldið og sást þá sveitin vel. Litskrúðugt svið tók við með 180 gráðu tjaldi fyrir ofan og gaf lögunum meiri dýpt.
Boðið var upp á 90 mínútna tónleika með mikið af gömlu góðu lögunum, m.a. Glósóla og Hoppipolla, ásamt lögum af Valtara. Þó vantaði fyllingu í sum lögin, eins og hljóðið skilaði sér ekki. Í lokin kom æðilslegt lokalag með miklum ljósum og flæðandi tónum. Svo henti Jónsi fiðlustrengnum út í sal. Magnaður endir.
Þrisvar sinnum gæsahúð.
Eftir uppklapp komu þrjú lög, Fjögur píanó var eitt af þeim og kom vel út. Eitt nýtt lag sem ekki hefur heyrst áður. Það er mjög rokkað og minnti á U2 á tímabili. Brennisteinn heitir það. Það á eftir að gera góða hluti og ef restin af lögunum á plötunni verður í sama stíl, verður hún þrælþétt og góð.
En eins og Jónsi söng í laginu, Viðrar vel til loftárása, "það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur". Þetta var góður dagur og vonandi verður morgundagurinn eins.
Mynd tekin á ógleymanlegum tónleikum í Öxnadal sumarið 2006.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.