Tómasarhagi

Tindrar úr Tungnajökli,
Tómasarhagi þar
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.

Veit eg áður hér áði
einkavinurinn minn,
aldrei ríður hann oftar
upp í fjallhagann sinn.

Spordrjúgur Sprengisandur
og spölur er út í haf;
hálfa leið hugurinn ber mig,
það hallar norður af.

 

Fyrsta blog-færzlan. Er ekki tilvalið að byrja á ljóði eftir Jónas Hallgrímsson.

Þessi vísa er um Fjölnismanninn Tómas Sæmundsson sem fann hagablettinn á Sprengisandi árið 1835. Ljóðið  er allt í senn, um vin hans, um hagann algræna í sandflæminu mikla sem oft er seinfarinn - nema í huganum einum.

Við fórum á síðasta sumri í eftirminnilegt ferðalag upp á Kjöl og yfir Sprengisand.  Veður var ómótstæðilegt. Ekki ský á himni. Mögnuð stund. Verst að fáir Íslendingar skyldu fá að upplifa þennan dag. Við töldum 29 bíla á norðurleið og þrjú hjól. Meirihluti farþega voru erlendir ferðamenn.

Eftir ferðalagið yfir Sprengisand hefur þetta ljóð verið mér minnisstætt. 



Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband