Rafbíll

Hann var rafmagnaður vinnudagurinn í dag.

RafbíllÉg kom keyrandi í vinnuna í rafbíl sem Iðnaðarráðuneytið lánaði. Rafbíllinn er af gerðinni Mitsubishi MiEV, er fjögurra manna og hefur um 50-70 km drægni i einni hleðslu. Gengur bíllinn undir nafninu Jarðarberið.

Vinnufélagar voru ánægðir með bílinn og fljótir að læra á hann þótt stýrið væri öfugu megin. Hann rúmaði fólkið vel, þótt smágerður og léttur sé. Rafbíllinn er mjög hljóðlátur og kom það flestum á óvart. Ekkert hljóð þegar hann var ræstur.  Einnig kom á óvart hversu fljótt tæmdist af rafgeyminum en það munaði miklu hvort bíllin var í D eða Eco drifi.

Þetta er liður í verkefninu Græn orka, orkuskipti í samgöngum” sem Iðnarðarráðuneytið stendur fyrir og markmiðið með verkefninu er að kynna fyrir fyritækjum og starfsfólki nýja valkosti í orkugjöfum.

Í framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar sem sett er fram í stefnuskjalinu, Ísland 2020, eru kynnt eftirfarandi markmið:

  1. Í samgöngum og sjávarútvegi verði að minnsta kosti 10% orkugjafa af endurnýjanlegum uppruna árið 2020
  2. Árið 2020 gangi 75% nýskráðra bifreiða, undir fimm tonnum að þyngd, fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum.

En þess má geta að árið 2010 var Ísland með hæstu skráðu CO2 meðaltalslosun nýskráðra fólksbíla af öllum löndum á evrópska efnahagssvæðinu.

Ísland býr yfir þeirri sérstöðu að allt rafmagn í landinu er af endurnýjanlegum uppruna, úr vatnsaflsvirkjunum og jarðvarmavirkjunum, og raforka er þess vegna mjög hentugur orkugjafi fyrir samgöngur hér á landi.

Ljóst er að ríkisvaldið þarf að stíga ákveðið fram til að orkuskiptin verði að veruleika og hefur Alþingi samþykkja ný lög sem kveða á um að virðisaukaskattur af raf- og vetnisbílum sem kosta innan við sex milljónir falli niður.

Í kjölfarið má búast við því að flest bílaumboðin fari að bjóða raf- og tvinntengibíla.

Frétt:  http://www.idnadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3571


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband