Hrafnabjargafoss og Ingvararfoss í Skjálfandafljóti

Í gær var frétt á Stöð 2 og henni fylgt eftir á visir.is um að Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður vilji verja Hrafnabjargarfoss.

Í byrjun ágúst 2004 heimsótti ég fossana í Skjálfandafljóti, þá Ingvararfoss og Hrafnabjargafoss. Einnig hina heimsþekktu fossa fljótsins mikla, Goðafoss og Aldeyjarfoss.  Þetta var fossadagurinn mikli.

Aðgengi að efri fossunum er ekki gott og átti Toyota RAV4 í mestu erfiðleikum með að komast að Hrafnabjargafossi. En komst þó eftir að hafa rekið pústið og gírkassa nokkrum sinnum niður með tilfallandi áhyggjum eiganda.

Ingvararfossar eru lítt þekktir en fallegir fossar rétt ofan við Aldeyjarfoss. Ingvararfossar minntu mig mjög mikið á Aldeyjarfoss enda ruglaðist ég á þeim í andartak. En ég kveikti á perunni, það vantaði svo marga stuðla.  Eflaust hefur skaparinn notað hann sem frumgerð að Aldeyjarfossi.

Ég man hvað það var gaman að ganga um gamlan farveg Skjálfandafljóts í meitluðu hrauninu að fossinum. En áin hefur breytt sér í tímans rás.  Þetta var mjög skemmtilegur og eftirminnilegur dagur. Tveir krakkar, 7 ára voru með og var minnsta mál að ganga með þau að Ingvararfossi frá bifreið.

Hér eru fossarnir óþekktu sem eru í hættu út af Hrafnabjargavirkjun.

 Hrafnabjargarfoss

Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti.  Virkjun kæmi við Hrafnabjörg í 404 metra hæð.

 Ingvararfoss

Ingvararfossar í Skjálfandafljóti. Minna á Aldeyjarfoss. Ekki eins stuðlaðir. Það fer lítið fyrir fossum þessum og ekki minnst á þá í umræðunni um Hrafnabjargavirkjun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233602

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband