6.7.2012 | 10:20
Lífið er saltfiskur
Um síðustu helgi var ég staddur á Shellmóti í Vestmannaeyjum í einstöku veðri. Nælonblíða var í Eyjum og logn á Stórhöfða. Gerist það ekki oft.
Þegar í bæinn var komið vakti Fiskiðjan mikla athygli. Búið var að setja myndir af bónusdrottningum í gengum tíðna. Það var mjög vel viðeignadi. Forvitni ferðamannsins var vakin, mann langaði til að vita meira um þessar duglegu konur.
Eins vakti skeytingin á Strandvegi mikla athygli. Sérstaklega göngustígurinn yfir götuna en í stað breiðra hvítra lína var kominn saltfiskur. Einnig var hringtorg sem byggt var upp af fiskum. Tær snilld.
Síðar komst ég að því að skreytingar þettar tengjast þættinum Flikk flakk sem frumsýndur var í Sjónvarpinu í gær. Þetta er flott framtak hjá Sjónvarpinu og himamönnum.
Ég hlakka til að sjá þáttinn um Hornafjörð en þar var svipuðum hönnunaraðferðum beitt. Ég tel að þetta eigi bara eftir að bæta bæjarmenninguna, íbúum og ferðamönnum til upplyftingar.
Eitt geta Eyjamenn bætt en það er viðhald á einbýlishúsum. Sum hver voru sjúskuð og garðar illa hirtir. Eflaust er vindálag meira en annars staðar á Íslandi. Maður finnur samt kraftinn í Eyjamönnum og það er uppgangur í Eyjum þátt fyrir að útgerðamenn þurfi að greiða sanngjörn veiðigjöld til samfélagsins.
Lífið er saltfiskur. Frumlegur gangstígur á Strandvegi.
Vel skreytt Fiskiðjan sem tilheyrir Vinnslustöð Vestmannaeyja. Daginn sem myndin var tekin var haldinn stjórnarfundur hjá VSV. Niðurstaðan var sú að eigendur fengu milljónir eftir fjöldauppsögn á fiskverkafólki. Arður Vinnslustöðvarinnar 850 milljónir Eykst um 75 prósent á milli ára.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 234036
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.