5.7.2012 | 11:51
Helgafell í Vestmannaeyjum (227 m)
Helgafell á Heimaey er 227 metrar á hæð og hefur myndast í eldsumbrotum fyrir um fimm þúsund árum. Þetta var mikið gos, sem byrjaði sennilega í sjó en hlóð upp mikla hraundyngju. Fyrir gosið voru hér tvær eyjar. Þegar því lauk hafði hraunbreiðan tengt saman norðurkletta og suðurkletta í Eyjum, og myndað þannig hina stóru Heimaey.
Ganga Helgafell er auðveld og ekki mikil mannraun. Nokkrar gönguleiðir eru mögulegar hér verður þeirri einföldustu lýst.
Keyrt upp að Helgafellsvelli og haldið upp með Helgafellsbænum. Fylgt er slóða í grasi vaxinni hraunöxl sem heitir Flagtir. Af Flögrum er afar víðsýnt. Þægileg ganga í grasbrekkunni nema síðustu metrana efst upp á Helgafell þar sem gengið er eftir stígum í grófri gjallskriðu.
Hinn gamli gígur í Helgafelli er vaxinn lyngi og mosa. Mjög fallegt útsýni er af Helgafellsfjalli og víðsýnt yfir alla Heimaey og allar eyjarnar umhverfis. Til landsins er fögur fjallasýn og Eyjafjallajökull áberandi en hann dregur nafn sitt af Eyjunum. Hekla og Þríhyrningur eru einnig áberandi.
Á gígbarminum eru margar vörður eða leifar af vörðum sem eru sumar frá þeim tíma eftir Tyrkjaráðnið 1627 þegar skylt var að hafa vörð á Helgafelli og gæta að grunsamlegum skipum sem nálguðust Eyjarnar. Halda skyldi vakt hverja nótt frá krossmessu á vori til krossmessu á hausti. Ættu Eyjamenn að gera eitthvað úr þessu. T.d. standa eina vakt yfir nóttina. Vakan í Helgafelli hefur sennilega haldist fram um 1700.
Nafngift Helgafells er sögð vera sú að írskur þræll að nafni Helgi, sem hafði flúið eftir vígið á Hjörleifi, hafi verið drepinn þar af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Það er algengur misskilningur að eitthvað sé heilagt við Helgafell.
Litlafell stendur úr Helgafelli og hægt að sjá litla hraunhóla sem kallaðir eru Litlufell og í framhaldi af þeim litla gíga sem mynduðust í gosinu 1973.
Hringsjá er á toppi fellsins en engin gestabók.
Helgafellin á landinu eru alla vega 8 og hægt að safna þeim. Ég er búinn að ná helmingnum.
Þótti mér betur farið en heima setið. Lýkur þar að segja frá Helgafellsgöngu.
Dagsetning: 1. júlí 2012
Hæð Helgafells: 227 m
Uppgöngutími: 25 mínútur
Heildargöngutími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: 1 skór
Þátttakendur: Fjölskylduferð
Gönguleiðalýsing: Fróðleg og skemmtileg ganga á þekkt fell. Fyrst eftir grasi grónni brekku en endar á göngu í gjallskriðu. Falleg sýn yfir sögufrægt umhverfi í verðlaun.
Bústaðurinn Helgafell, og fellið Helgafell. Ægisstallur er stallur sem gengur norður úr fellinu og áberandi frá Eldfelli séð.
Heimildir:
Haraldur Sigurðsson - http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1030391
Heimaslóð - http://www.heimaslod.is/index.php/Helgafell
Árbók FÍ 2009, Vestmannaeyjar
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.