22.8.2011 | 01:22
Ingólfsfjall (551 m)
Oft hefur maður keyrt undir Ingólfsfjalli og nú var kominn tími á að koma því í fjallasafnið.
Ingólfsfjall er móbegsfjall í Ölfusi og hefur áður fyrr gengið sem múli fram í hafið, en þá hefur undirlendið allt verið undir sjó. Það er bratt á þrjá vegu, í vestur, austur og suður. Við ákváðum að fara vinsælustu leiðina, frá suðri.
Gengið upp frá Þórustaðanámu en meðfram bratta veginum sem liggur upp á fjallið.
Þegar komið er upp á brún tekur á móti göngufólki varða með gestabók frá Ferðafélagi Árnesinga. Höfðu margir kvittað fyrir sig um daginn og er ganga að brún Ingólfsfjall eflaust vinsæl heilsurækt hjá íbúum á Suðurlandi.
Eftir skriftir var stefnan tekin norður á Stórhæð en þar eru Gráhóll (492 m) og Digrihóll. En einnig er mögulegt að taka hringleið eftir brúnum fjallsins.
Þegar upp á hæðina er komið sér yfir á Inghól, sem er gígtappi en sagan segir að fyrsti landnmámsmaðurinn, Ingólfur Arnarsson sé heygður þar og einn sumardag opnist hóllinn og sjá menn þá allt það sem honum fylgdi í andlátið.
Ekki opnaðist hóllinn þetta ágústkvöld.
Eftir nokkra göngu á mosagrónum melum komum við að rafmagnsgirðingu á fjallinu en hún tengist landamerkjum Ölfusar og Árborgar. Einnig Alviðru, bæ austan við Ingólfsfjall sem hýsir umhverfis- og fræðslusetur Landverndar.
Það var merkilegt að ganga inn um hlið á toppi Ingólfsfjalls.
Gönguferð á Ingólfsfjallið minnir á gönguferð á nokkra íslenska jökla, það er víðáttumikið og flatvaxið og tekur fjallið til sín útsýni en ef gengið er með brúnum þá er útsýni allgott. Það er mun meira landslag í Ingólfsfjalli en maður gerir sér grein fyrir þegar ferðast er í bíl undir fjallinu.
Í austri sást móta fyrir dökkum Eyjafjallajökli og Þríhyrningi. Vestmannaeyjar eru glæsilegar í hafi í suðaustri. Hellisheiði í vestri skemmtileg í rökkrinu. Skálafellið og þorpin, Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri eru góðir nágrannar.
Dagsetning: 16. ágúst 2011
Hæð hæðarpunkts og vörðu: 551 metrar
Hæð í göngubyrjun: Um 50 metrar við Þórustaðanámu
Hækkun: Um 500 metrar
Uppgöngutími varða m/gestabók: 50 mín (19:40 - 20:30)
Uppgöngutími Inghóll: 110 mín (19.40 - 21:30)
Heildargöngutími: 180 mínútur (19:40 - 22:40)
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd (hringurinn): um 8 km
Veður kl. 21 Lyngdalsheiði: Léttskýjað, NA 5 m/s, 11,0 gráður. Raki 60%, veghiti 15,3 °C
Þátttakendur: Fjölskylduferð, 4 göngumenn
Gönguleiðalýsing: Drjúglöng en létt ganga á sögufrægt fjall
Sárið í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli æpir á mann. En hann er brattur vegurinn og ekki fyrir hvern sem er að aka hann. Námumenn hljóta að hafa góðan bónus fyrir ferðirnar, sérstaklega er niðurleiðin brött og hrikaleg fyrir tæki.
Kvittað fyrir komu á Ingólfsfjal. Það sér til Vestmanneyja í suðaustri.
Nýleg rafmagnsgirðing er á fjallinu og er einfaldast fyrir göngumenn að fylgja henni. Við Inghól er hlið. Það er mjög merkileg upplifun að opna og loka hliði á fjallstoppi.
Gígtappinn Inghóll úr grágrýti. Hann var viðmið sjófarenda. Ölfursárósar og Þorlákshöfn eru á vinstri hönd.
Heimildir:
Íslensk fjöll, Gönguleiðir á 151 tind
Ferlir.is - http://www.ferlir.is/?id=3954
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.