4.8.2011 | 15:19
Gæðingur öl
Þegar ég kem í vínbúð þá leita ég eftir nýjungum í bjór. Oftast kaupi ég bjór sem ég hef aldrei smakkað. Býð samferðamönnum upp á og hefst þá oft góð bjórumræða. Ekki átti ég von á nýjum íslenskum bjór þegar ég heimsótti Vínbúðina á Sauðárkróki. Á móti mér tók stæða af nýjum bjór, framleitt af Gæðingur Öl, frá Útvík í Skagafirði (ekki Útey).
Ég valdi nokkrar flöskur af stout og jafnmikið af lager. Rétt á eftir mér kom í búðina hress Skagfirðingur og hóf hann að hrósa bjórnum frá Gæðing Öl í hástert. Sagði að Skagfirðingar drykkju ekkert annað núorðið en Gæðingsbjór. Fyrst byrjuðu þeir á dökka bjórnum og sneru sér síðan að lagernum. "Mjög vel heppnað hjá Útvíkurbændum."
Ég komst einnig að því að hægt er að sjá bæinn á leiðinni frá Króknum, rauður bær og á vef þeirra er sagt að framleiðslugetan sé 300 þúsund lítrar á ári, einn líter á Íslending.
Ég bætti nokkrum Gæðingum í körfuna.
Skagfirsku formúlunni var fylgt við smökkun og byrjað á Gæðingur Stout. Á vef framleiðanda segir: "Gæðingur Stout er kolsvart bragðmikið ósíað öl með gerfalls botni. Þroskaferill Stoutsins er öllu notalegri en Lagersins, því eftir 5-6 daga í gertankinum við stofuhita, er honum tappað á flöskur, þar sem hann verður að þroskuðum úrvals bjór á um þremur vikum. Það er ekki þar með sagt að hann sé fullþroska, en hann stendur vel fyrir sínu, þótt hann sé ekkert sumra, frekar en aðrir Stout bjórar, meðan aðrir sjá ekki einu sinni Lagerinn fyrir honum. Gæðingur Stout er 5,6% vol.
Ég get tekið undir með smakkara hjá Bjórbókinni, þetta er vel lukkaður stout sem menn ættu að ráða vel við.
Síðan var komið að Gæðingur Lager en á vef þeirra segir:
Alltaf gaman að nýjum bruggsprotum og vonandi næst markmið Gæðinga:
"Við stundum ölgerð, þar sem hugarfóstur verður að handverki. Við erum gamaldags og eitt helsta markmið okkar sem brugghús, er að bæta við fjölbreytni bjórflóru Íslands; reyna að bjóða uppá eitthvað nýtt, ekki bara öðruvísi miða á flöskurnar."
Gæðingur Stout er góð byrjun.
Heimildir:
http://gaedingur-ol.is/
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.aspx/tabid-54?productID=19172
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.aspx/tabid-54?productID=19173
http://bjorspjall.is/?page_id=3624
http://www.bjorbok.net/GaedingurStout.htm
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 233594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.