Stórhöfði (121 m)

Leiðalýsing:
Ekið til Hafnarfjarðar og í átt að Kaldárseli. Stefnt að Kýrskarði og áfram að Stórhöfða. Þaðan haldið að Selhöfða þar sem er gott útsýni yfir Hvaleyrarvatn. Síðan verða höfðarnir þræddir, Miðhöfði og Fremstihöfði á leið til baka. Vegalengd 9 km.

Facebook lýsing:
Var í góðri kvöldgöngu í góða veðrinu. Við gengum á Stórhöfða, Selhöfða, Miðhöfða, Fremstahöfða og einn ónafngreindan, þetta voru tæpir 9 km. í hrauni, grjóti, mosa og visnaðri Lúpínu sem er ekki skemmtileg yfirferðar. Þetta var samt frábær ganga og ég er alveg endurnærð eftir kvöldið :)  

Já, það má taka undir lýsinguna hér að ofan, það er erfitt að ganga í afgöngum af lúpínunni en síðustu höfðarnir voru umluktir henni og plantan ekki komin í skrúða. Þessi planta er landnemi á órgónum svæðum.

Storhofdi

Ímynd mín af höfðum féll ekki alveg að nafngiftinni, ég vil hafa þá mun tignarlegri en þessa hóla en í heimildum er minnst á Húshöfða og gæti hann verið ónafngreindi höfðinn sem við gengum á, milli Selhöfða og Miðhöfða.  Ofan af Selhöfða sást betur yfir Hvaleyrarvatn og vestan vatnsins  sér yfir skógræktarsvæði Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra ríkisins sem átti þar sumarhús.

Dagsetning: 18. maí 2011
Hæð: 121 metrar
Hæð í göngubyrjun:  91 metrar, Kaldársel, (N:64.01.375 - W:21.52.130)
Hækkun: 44 metrar         
Uppgöngutími:  45 mín (19:05 - 19:50)  3,01 km
Heildargöngutími: 170 mínútur  (19:05 - 21:55), 8,61 km
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit Stórhöfði:  N:64.01.210 - W:21 .45.241 (135 m)

GPS-hnit Selhöfði:  N:64.01.99 – W:21.55.700    (98 m)

GPS-hnit Fremstiöfði: N:64.01.596 – W:21.53.741 (110 m)
Vegalengd:  8,61 km
Veður kl. 20 Reykjavík: Bjart, NA 4 m/s, 8,8 gráður. Raki 52%, skyggni >70 km.

Þátttakendur: Útivistarræktin, 44 göngumenn   

GSM samband:  Já

Gönguleiðalýsing: Lagt af stað frá Kaldárseli en hægt að hefja göngu á Stórhöfða nær honum. Þaðan eftir Stórhöfðahrauni að Stórhöfða. Þá sjást hinir höfðarnir, Selhöfði, Miðhöfði og Fremstihöfði. Skemmtileg hringleið.

Hofdi

Stoppað á nafnlaustum höfða. Lúpínustönglar umluktu gönguleið. Til hægri sér í Selhöfða.

Heimildir:
Toppatrítl, Stórhöfði
Ferlir, Hvaleyrarvatn - Kaldársel - Kershellir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 233598

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband