Grímsvatnagosið 1996

Það var eftirminnilegt Grímsvatnagosið 1996. Það kom mönnum ekki í opna skjöldu. Ég fylgdist náið með því og við héldum við á Eldsmiðnum út vefsíðu um gosið. Þá voru ekki til miðlar eins og mbl.is og visir.is. Þetta var ævintýralegur, krefjandi en skemmtilegur tími. Aðsókn var góð á eldhorn.is og flestar fyrirspurnir komu erlendis frá.

Í annál um eldgosið segir á mbl.is: "[A]ð morgni 29. september 1996 hófst óvenjuleg jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftafræðingar stigu þá fram og spáðu því að gos gæti verið í aðsigi. Stóð hrinan fram á kvöld hinn 30. september en þá dró skyndilega úr skjálftum en stöðugur órói hófst. Markaði óróinn upphaf eldgoss og í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 30. september var gefin út viðvörun um að eldgos væri yfirvofandi í sprungu undir jöklinum milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Hinn 2. október hófst svo öskugos þegar gosið náði upp í gegnum jökulhelluna."

 Grimsvotn1996-800

Þessi mynd er tekin að morgni 2. október 1996 af Silfurbrautinni á Hornafirði, þegar eldgosið náði að bræða sig í gengum jökulhettuna og til varð Gjálp. Fyrstu fjóra dagana var kraftur eldgossins mestur.

Talið er að eldgosinu í Gjálp hafi lokið að kvöldi til hinn 13. október 1996 en tveimur dögum áður var farið að draga úr kraftinum. Hlaup kom svo úr Grímsvötnum nokkrum vikum síðar.

Frétt á eldhorn.is frá 1. og 2. október hljóði svona:

2. október - miðvikudagur
Eldgos sást í nótt kl. 4.47 og komu þá hvítir bólstrar upp úr íshellunni.Vitni voru að þessum atburði. Bjarni S. Bjarnason eigandi Jöklajeppa og jöklamaður.
Nú er aska farin að falla niður á Norðurlandi og bændur í Bárðardal hafa fengið fyrstu öskuna. Þar sem vart verður ösku eru bændur beðnir að taka sláturfé á hús.
Vegagerðin er að undirbúa aðgerðir á Skeiðarársandi og líklegt er talið að taka verði veginn í sundur til að brýrnar standist hlaup sem óttast er að koma muni úr Grímsvötnum í nótt eða á morgun.
Gosmökkurinn er nú kominn í 15.000 feta hæð.
Talið er að gossprungan sé orðin 10 km löng. Hún hefur lengst til norðurs og því er talið að vatn kunni að streyma í Jöklsá á Fjöllum.

Kl.17.00
Nýr ketill hefur myndast norðan við hina tvo og sprungan lengst um 2 km. en gosið er á einum stað.
Loka á umferð um Skeiðarársand kl. 23.00 í kvöld. Búið að gera ráðstafanir til að rjúfa veginn til að bjarga brúnni en 1.500.000 milljónir eru í húfi.
Rennsli í Grímsvötn er 5.000 m3 á sekúndu eða sem samsvarar 10 sinnum rennsli Þjórsár.

1. október - þriðjudagur
Tveir katlar sáust á þriðjudag og fóru þeir sífellt stækkandi. Þeir eru á eldgosasvæði sem er kallað Loki.


Heimildir

mbl.is og eldhorn.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband