Fyrsti garðslátturinn

Vorið er á áætlun í Álfaheiðinni í ár þrátt fyrir kaldan og leiðinlegan apríl.

Fyrsti slátturinn í Álfaheiði var í gærdag, fjórum dögum á eftir fyrsta slætti á síðasta ári. Ég reikna með að slá átta sinnum í sumar. Rifsberjarunninn er orðin vel blómgaður en limgeriðin eiga eftir að þétta sig betur.

Sprettan var mikil á austurtúnunum. Má þetta grasfræinu sem borið var á fyrir mánuði. Aspirnar fallnar fyrir nokkru og grasið nýtur sín í sólinni. Fáir túnfíflar sáust.

Grassprettan var í sögulegu hámarki í fyrra og má skrifa hluta af vextinum á gosefni úr Eyjafjallajökli. Nú er spurning um hvort aska úr Grímsvötun hafi áhrif á sprettuna.

Ég læt hér fylgja með hvenær fyrsti sláttur hefur verið á öldinni í Álfaheiði 1. Þessar tölur segja að vorið í ár var hagstætt gróðri SV-lands. En mikil breyting varð að morgni mánudgsins 9. maí en þá var sólríkt daginn áður og úrkoma um nóttina.

2010    17. maí
2009    21. maí
2008    15. maí
2007    26. maí
2006    20. maí
2005    15. maí
2004    16. maí
2003    20. maí
2002    26. maí
2001    31. maí

Miðað við þessar dagsetningar, þá hefur vorið verið svipað og síðasta ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 236537

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband