Skaftfellingur og Skaftafell

Var að horfa á heimildarmyndina Skaftfellingur eftir Helga Felixson. Var hún frekar hæg og fjallaði meira um nýjan þjóðveg til Víkur en um skipið, sem var mikil samgöngubót á sínum tíma.

Þegar ég horfði á heimildarmyndina, rifjaðist upp fyrir mér þegar frystiskipið  Skaftafell kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Hornafjarðar. Ég mundi ekki hvaða ár en ég man vel eftir þessum degi. Þá var mikið tilstand á Hornafirði og öllum bæjarbúum boðið til veizlu. Ég mundi að það var einnig fallegt veður þennan dag. Til að rifja þessa minningu upp, þá fór ég á timarit.is og leitaði upplýsinga.

Það kom mér á óvart að þetta var árið 1971, þá var ég 6 ára og einnig árstíminn en sumarveður var dag þennan á Hornafirði.

Mogginn birti frétt daginn eftir hátíðarhöldin, í sunnudagsblaðinu en Elías, líklega Elli lögga, skrifaði hana. Hann var því á undan Tímanum sem birti miklu stærri frétt á þriðjudeginum eftir hátíðarhöldin. Enda var Tíminn málgagn Framsóknarflokksins og SÍS.

Skipadeild SÍS með m/s Skaftafell í flotanum varð síðan að Samskipum og byggði Ólafur Ólafsson í Samskipum veldi sitt á flutningum. Það hefur þurft að afskrifa milljarða út af útrásarævíntýri Óla. Maður hefði kannski ekki átt að fagna flutningaskipinu svo vel fyrir nærri 40 árum!

Morgunbladid031071 Frétt í Morgunblaðinu 3. október 1971.

Tíminn051071

 

Á forsíðu Tímans, 5. október 1971, var mynd af Skaftafelli og frétt af Ólafi Jóhannessyni að vinna pólitískt afrek. Á bls. 2 var heilmikil frétt um komu m/s Skaftafells sem kom til heimahafnar í fyrsta sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband