23.2.2011 | 22:39
VíkingLeaks
Það er athyglisverð umræðan um knattspyrnufélagið Víking vegna upplýsingaleka um leikmenn en þjálfarinn hafði skjalfest mat sitt á þeim og var það sent út til allra leikmanna fyrir slysni. En eflaust framkvæma flestir þjálfarar mat á leikmönum en eflaust er það oftast í kollinum á þeim.
Meginþættir í öryggi upplýsinga
Upplýsingar eru verðmætar eignir og þurfa því viðeigandi vernd. Þær geta verið í margs konar formi, t.d. prentaðar eða ritaðar á pappír, geymdar með rafrænum hætti, birtar á filmu eða látnar í ljós í mæltu máli. Ávallt ætti að vernda upplýsingar á viðeigandi hátt óháð þeim leiðum sem farnar eru til að nýta þær eða geyma. Upplýsingaöryggi felur í sér að upplýsingar eru verndaðar fyrir margs konar ógnum í því skyni að tryggja samfelldan rekstur, lágmarka tjón og hámarka árangur. Upplýsingaöryggi má líta á sem leið til að varðveita:
- Leynd (e. confidentiality), þ.e. tryggingu þess að upplýsingar séu aðeins aðgengilegar þeim sem hafa heimild. Vernda þarf viðkvæmar upplýsingar fyrir óleyfilegri birtingu, aðgangi eða hlerun.
- Réttleika (e. integrity), þ.e. að viðhalda nákvæmni og heilleika upplýsinga og vinnsluaðferða. Tryggja þarf að upplýsingar séu réttar og óskemmdar og að hugbúnaður vinni rétt.
- Tiltækileika (e. availability), þ.e. trygging þess að upplýsingar og þjónusta séu aðgengilegar fyrir notendur með aðgangsheimild, þegar þeirra er þörf.
Upplýsingaöryggi er einnig varðveisla á öðrum eiginleikum s.s. rekjanleika upplýsinga, áreiðanleika, óhrekjanleika og ábyrgð
Í dæmi Víkinga hefur leynd upplýsinga verið rofin og það hefur skapað úflúð. En þar sem knattspyrna er leikur í aðra röndina, þá hefur náðst að ræða málin og líklega bæta skaðann. En ef þetta hefðu verið viðkvæmar upplýsingar hvað persónuvernd eða trúnað þá hefði málið orðið alvarlegra.
Fyrirtæki ættu því að innleiða staðla um upplýsingaöryggi er leitast við að tryggja alla ofangreinda þætti með úttekt og endurskoðun á vinnutilhögun viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. ISO/IEC 27001 er eini staðallinn sem tekur á upplýsingaöryggi.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Íþróttir | Breytt 24.2.2011 kl. 18:01 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 234035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.