Chapman-dagurinn

Arsenal - Huddersfield Town í dag í enska bikarnum. Það er því Chapman-dagur í dag hjá Arsenal-mönnum. En tengingin á milli þessara liða er hinn farsæli knattspyrnustjóri, Herbert Chapman (1878-1934).

Chapman byggði upp Hudderfield Town liðið og vann með þeim bikarinn árið 1922 og deildina 1924. En þá tók hann við Arsenal. Hudderfield vann ensku deildina næstu tvö ár. 

Það tók Chapman fimm ár að byggja upp óvígan her á Highbury. Árið 1930 vann liðið enska bikarinn og ensku deildina, 1931, 1933, 1934 og 1935.

Chapman var ekki bara góður í að þróa góð leikkerfi. Hann hafði einnig mikil áhrif á umgjörð leiksins. T.d. nýtti hann þjónustu læknaliðs, bætti aðgengi áhorfenda og nýtti flugvélar fyrir leikmenn í löngum ferðalögum. Einnig sá hann kosti flóðlýsingar á leikvöllum og númer á treyjum leikmanna voru fyrst kynntar til sögunnar á Highbury.

Hann var farsæll stjóri og gerði Arsenal að ríkasta félagi Englands. Því gátu menn leyft sér ýmislegt en margar af hugmyndum hans fengu ekki brautargengi á Englandi út af kostnaði fyrir félögin en síðar sáu menn ávinninginn.

Um aldamótin var Herbert Chapman valinn besti stjóri allra tíma af hinu virta dagblaði The Times.

115_1551

Mynd tekin í marmarahöllinni á Highbury, þann 1. apríl 2005 í hópferð Arsenal-klúbbsins á leik Arsenal við Norwich City sem endaði 4-1. Á myndinni er brjóstmynd af Herbert Chapman og bloggara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband