23.1.2011 | 12:42
Þorrabjór
Ég sakna Suttungasumbls þorrabjórs frá Ölvisholti á þorranum í ár. Þeir hafa bætt bjórmenninguna hér á landi.
Í boði eru fjórar tegundir af þorrabjór á þorra. Jökull þorrabjór, Kaldi þorrabjór og Egils þorrabjór og Þorrabjór frá Víking. en það er í fyrsta skipti frá árinu 1998/1999 sem þeir bjóða upp á vöruna. Voru allir bjórarnir í 330 ml flöskum og blind smökkun.
Smökkunarmenn þorrabjórsins voru mjög ánægðir með gæði og breidd íslenska þorrabjórsins og voru stoltir yfir því að geta á góða kvöldstund með íslenskri bjórframleiðslu og þjóðlegum íslenskum mat.
Jökull þorrabjór er með mikilli karamellu og því er mikil jólastemming í bjórnum en mjöðurinn er bruggaður eftir þýskri bjórhefð. Var hann dekkstur bjóranna og greindu menn ristað maltbragðið vel. Vatnið úr Ljósufjöllum á Snæfellsnesi er vottað og innihaldið án rotvarnarefna.
Kaldi þorrabjór fer vel með ristað tékkneskt-malt, með ríkt langt og sterkt humlabragð og undir karamellu áhrifum. Hann er laus við rotvarnarefni. Fundu menn fyrir tékkneskum Saaz-humlaáhrifum. Tilvalið að taka með Stinnings-Kalda í leiðinni úr Vínbúðinni.
Víking þorrabjór er með frísklegri beiskju og ríkt humlabragð sem hentar vel með þorramat. Þeir eru með fjórar gerðir af byggi og hveitimalts ásamt blöndu af bæverskum, enskum og amerískum humlum.
Egils þorrabjór er hlutlausastur þorrabjóranna. Ölgerðarmenn taka ekki mikla áhættu. Þeir eru stoltir af því að nota íslenskt bygg í framleiðslunni en ég hef grun um að það sé mikið blandað erlendu byggi. Ágætis ímyndaruppbygging hjá Agli og styrkir sjálfsmyndina á Þorra.
Stemming fyrir árstíðabundnum nýjungum er mikil. Jólabjórinn rokseldist enda mikil gæði í íslenskum brugghúsum. Því ætti þorrabjór að ganga vel í landann á þorra. Ég mæli helzt með þorrabjórunum frá Kalda og Jökli. Víking er með athyglisverða humlasprengju en Egill tekur alltaf minnsta áhættu.
Markaðsdeildir bruggsmiðjanna mega bæta upplýsingaflæðið á heimasíðum sínum.
Allt hefur hækkað frá síðasta ári, nema launin. En hækkunin á þorrabjór er innan þolmarka.
Tegund | Styrkur | Flokkur | Verð | Hækkun | Lýsing |
Egils þorrabjór | 5,6% | Lager | 339 | 6,2% | Ljósgullinn. Létt fylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Blóm, ljóst korn, pipar. |
Jökull þorrabjór | 5,5% | Lager | 352 | 1,4% | Rafbrúnn. Létt fylling, lítil freyðing, þurr, mildur, lítil beiskja. Rúgbrauð, karamella, baunir. |
Kaldi þorrabjór | 5,0% | Lager | 349 | 8,4% | Rafgullinn. Létt fylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Maltbrauð, karamella, hnetur. |
Víking þorrabjór | 5,1% | Lager | 315 | Nýr | Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Malt, korn, grösugir humlar |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 234547
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.