2.10.2010 | 22:49
Þríhnúkagígur (545 m)
Þríhnúkar í Bláfjallafólksvangi ber daglega fyrir augu mín úr Álfaheiðinni. Ég vissi af Þríhnúkagíg í austasta hnúknum en hafði ekki kannað undrið. Fyrir átta dögum kom á forsíðu Fréttablaðsins frétt um að Kvikmyndafyrirtækið Profilm væri að taka upp efni fyrir National Geographic ofan í Þríhnúkagíg. Tilgangurinn er að taka myndir um eldsumbrot á Íslandi.
Við höfðum orðið vör við torkennileg ljós við hnúkana þrjá á kvöldin fyrri hluta vikunnar og því var farin njósnaferð til að sjá hvernig gengi.
Þegar við komum að Þríhnúkagíg eftir göngu meðfram Stóra Kóngsfelli, þá sáum við til mannaferða. Einnig tók á móti okkur ljósavél frá Ístak. Aðkoman að gígnum var góð. Búið að setja keðjur meðfram göngustígnum upp gíginn og einnig í kringum gígopið til að ferðamenn lendi ekki í tjóni. Það blés hressilega á okkur á uppleiðinni en gott skjól var við gígopið.
Gul kranabóma lá yfir gígopinu og niður úr henni hékk karfa fyrir hella- og tökumenn en dýpt gígsins er 120 metrar.
Þrír íslenskir hellamenn voru að bíða eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún átti að flytja búnað af tökustað en tafir urðu á þyrluflugi vegna bílslyss. Við rétt náðum því í skottið á velbúnum hellamönnum. Þeir nýttu tímann til að taka til í kringum gígopið.
Kvikmyndataka hefur staðið yfir síðustu tíu daga og gengið vel, þrátt fyrir rysjótt veður enda inni í töfraheimi einnar stórfenglegustu myndbirtingar íslenskrar náttúru.
Dagsetning: 2. október 2010
Hæð: 545 metrar
Hæð í göngubyrjun: 400 metrar, við Stóra Kóngsfell
Hækkun: 120 metrar
Uppgöngutími: 60 mín (14:00 - 15:00)
Heildargöngutími: 135 mínútur (14:00 - 16:15)
Erfiðleikastig: 1 skór
GPS-hnit austurgígur N: 63.59.908 - W: 21.41.944
Vegalengd: 7,2 km
Veður kl 15 Bláfjallaskáli: 8,7 gráður, 14 m/s af NA, skúrir í nánd. Raki 74%
Þátttakendur: 3 spæjarar, ég, Jón Ingi og Ari
GSM samband: Já - gott samband
Gönguleiðalýsing: Lagt af stað frá Bláfjallavegi, og gengið í mosavöxnu hrauni með vesturhlíð Stóra Kóngsfells. Þaðan gengið eftir hryggnum að Þríhnúkagíg.
Óvenjuleg staða við Þríhnúkagíg. Unnið að heimildarmynd um eldsumbrot á Ísland fyrir National Geographic.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 233594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athyglisverð grein hjá þér, eins og oft áður!
3 lauf.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.10.2010 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.