9.9.2010 | 21:51
Seljadalur – Torfdalshryggur (341 m)
Veđurspáin lofađi skúrum en ţađ var ágćtis veđur ţegar lagt var í hann frá Toppstöđinni. Ţegar komiđ var á Torfdalshrygg var úrkoman orđin ţétt.
Fyrst var komiđ viđ hjá Hafravatnsrétt en ţađ er ágćtt útivistarsvćđi sem Mosfellsbćr og skógrćktin halda um. Ţangađ hafđi ég ekki komiđ áđur og eflaust kíkir mađur ţangađ í vetur. Frá réttinni var ekiđ inn Ţormóđsdal ađ grjótnáminu viđ Silungavatn. Stefnan var sett á Nessel sem er vel stađsett í Seljadal. Ţar var lesinn húslestur fyrir göngumenn.
Ţađan var haldiđ á Torfdalshrygg en tekur hann nafn af Torfdal. Torf var rist í Torfdal. Reiđingur var tekinn í Torfdalnum og notađur yfir hey sem stóđu í heygörđum. Af Torfdalshrygg sást vel í nágrannan Grímarsfell og yfir í Helgadal. Einnig lá höfuđborgin undir fótum manns. Vífilsfell bar af í austri.
Úrkoma fćrđist í aukana ţegar haldiđ var niđur hrygginn ađ Bjarnarvatni en ţar eru efstu upptök Varmár. Í útfalli vatnsins stóđ eftir stífla sem Sigurjón Pétursson á Álafossi lét reisa áriđ 1926 eđa 1927 til vatnsmiđlunar. Viđ stífluna var nestisstopp í úrkomunni. Síđan hófst leitin ađ bílunum í kvöldrökkrinu.
Eftir ađ hafa gengiđ á hrygginn kom mér í hug hversu mörg örnefni tengjast mannslíkamanum. Hryggur, enni, kjálki (Vestfjarđakjálki), bak, barmur, bringa / bringur, geirvörtur, haus, háls, höfuđ, hné, hvirfill, hćll, kinn, nef, rif, tá, tunga, vangi, ţumall og öxl. Síđan hef ég fundiđ nokkur í viđbót, sum má deila um; Kollseyra, Tannstađir, Skeggöxl, Augastađir, Síđa, Kriki, Kálfatindar, Skarđ, Leggjabrjótur, Kroppur og Brúnir.
Dagsetning: 8. september 2010
Hćđ: 341 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 140 metrar, viđ Grjótnám í Ţormóđsdal (64.07.569 - 21.34.793)
Uppgöngutími: 55 mín (19:10 - 20:15)
Heildargöngutími: 125 mínútur (19:10 - 21:15)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit varđa: N: 64.08.611 - W: 21.34.555
Vegalengd: 7,0 km (2,0 km bein lína frá bíl ađ toppi.)
Veđur kl 21: 12,6 gráđur, 5 m/s af A og úrkoma, raki 84%, skyggni 35 km
Ţátttakendur: Útivistarrćktin, 36 manns, 12 bílar.
GSM samband: Já - gott samband
Gönguleiđalýsing: Létt ganga sem hófst viđ grjótnámiđ í Ţormóđsdal. Ţađan gengiđ inn Seljadal ađ Nesseli og á Torfdalshrygg. Gengiđ til baka međfram Bjarnarvatni. Vegalengd 7 km. Hćkkun 200 m.
Af Torfdalshrygg. Flott birta og mosinn og grjótiđ takast á. Grímarsfell gćgist yfir hrygginn.
Meginflokkur: Ferđalög | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:58 | Facebook
Um bloggiđ
Sigurpáll Ingibergsson
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 233596
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.