6.9.2010 | 21:56
Last Chance to See
Hann er skemmtilegur og fræðandi heimildarþátturinn Síðustu forvöð (Last Chance to See) sem er á mánudagskvöldum. En þættir frá BBC hafa ákveðin klassa yfir sér og komast fáir framleiðendur nálægt þeim.
Þar ferðast félagarnir Stephen Fry, leikari og Mark Carwardine, dýrafræðingur, ljósmyndari og rithöfundur um heiminn og skoða dýr sem eru í útrýmingarhættu. Þeir fylgja eftir ferð og þáttum sem gerðir voru fyrir 20 árum og bera saman.
Mark Carwardine er Íslandsvinur. Ég hef orðið svo frægður að hitta hann eitt sinn á Hornafirði en þá var hann að hvetja menn til að hefja hvalaskoðunarferðir hér við land. Þetta hefur verið haustið 1993. Hann miðlaði mönnum af kunnáttu sinni. Ég man að hann var að skipuleggja ferð norður á land til Dalvíkur og Húsavíkur. Jöklaferðir voru þá nýlega um sumarið búnir að fara með farþega í skipulagðar hvalaskoðunarferðir á Sigurði Ólafssyni frá Hornafirði.
Mark var þægilegur í umgengni. Kurteis eins og allir vel uppaldir Englendingar. Sagði "thank you" reglulega. Hann var með fjölskyldumeðlimi í ferðinni á Hornafirði og þau áttu ekki orð til að lýsa náttúrufegurðinni út um hótelgluggann þegar skjannahvítan jökulinn bar við himinn.
Mark hefur ritað bækur sem gefnar hafa verið út hér á landi. Bókin Hvalir við Ísland, risar hafdjúpanna í máli og myndum ef eitt afkvæma hans. Ari Trausti Guðmundsson þýddi og Vaka-Helgafell gaf hana út árið 1998.
Á bókarkápu segir að hann líti á Ísland sem annað heimaland sitt og hefur komið hingað meira en 50 sinnum frá árinu 1981.
Bókin hefst á þessum skemmtilegu orðum: "Hvalaskoðun við Ísland hefði fyrir nokkrum árum þótt jafnfjarri lagi og froskköfun í Nepal, skíðamennska í Hollandi eða strandlíf á Svalbarða. Fyrsta almenna hvalaskoðunarferðin var farin frá Höfn í Hornafirði 1991 til að skoða hrefnur og hnúfubaka undan hinni stórbrotnu suðausturströnd Íslands. Allar götur síðan hefur þjónustugrein þessi vaxið að umfangi og telst landið nú afar eftirsóknarvert meðal hvalaskoðara um heim allan."
Nú er bara að bíða eftir næstu þáttaröð hjá þeim félögum, hann verður kanski um dýralíf á Íslandi.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Bækur, Umhverfismál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 233670
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.