5.9.2010 | 12:23
Rafmagnsflokkurinn
Allir vita hver Besti flokkurinn er en enginn veit um Rafmagnsflokkinn.
Rafmagnsflokkurinn: Fjárhagsleg undirstaða flokksins væri rafvirkjun í geysistórum stíl, hagnýting stórra vatnsfalla sem síðan ætti að stjórna með landinu. Hann átti að stjórna landinu og leiða það til atorkusemi, velmegunar og andlegs þroska.
Þessi flokkur er hugsmíð meistara Þórbergs í nýútkominni bók, Meistarar og lærisveinar. Í einum kaflanum, Blessed are the meek, þá býr hann til persónu sem hann er meistari yfir. Lærisveinninn tekur á móti lífsspeki meistarans og sýnir miklar framfarir en fer síðan síðan sínar eigin leiðir. Hann stofnar Rafmagnsflokkinn, hlutafélag sem ætlaði sér að gangast fyrir því að reist skyldi rafmagnsstöð við Sogsfossana til þess að veita Reykjavík og nágrenni raforku til ljósa og iðnaðar. Eflaust er þarna Einar Benediktsson á ferð eða andi hans.
En skyldi vera til rafmagnsflokkur í dag?
Mér kemur strax í hug Sjálfstæðisflokkurinn en hann vill virkja helstu vatnsfjöll landsins á lægsta orkuverði í heimi til að skapa atvinnu. Ávinningurinn er nokkur störf, stórskemmd náttúra, gjaldþrota orkufyrirtæki og gjaldþrota bæjarfélög.
Einnig kemur Framsóknarflokkur Halldórs Ásgrímssonar upp í hugann en hann hefur ekki galað eins mikið um álver með nýjum foringja.
Rafmagnsflokkurinn hefur notað nýja tækni til að réttlæta framkvæmdir. Rafmagnsflokkur hefur innleitt hugtakið afleidd störf.
Rafmagnsflokkurinn minnist aldrei á umhverfisáhrif virkjanaframkvæmda.
Fyrir kosningarnar 2009 fór Rafmagnsflokkurinn hamförum í álversumræðum, formaður þeirra Bjarni Benediktsson fullyrti í kosningaþætti Ríkissjónvarpsins þann 8. apríl 2009 að þau störf sem fylgja tveimur nýjum álverum og afleidd áhrif, skipta þúsundum, skipta þúsundum. Í kosningaauglýsingum Sjálfstæðisflokksins er fullyrt að um sé að ræða 6000 afleidd störf.
En hvar á að virkja og hvað sköpuðust mörg afleidd störf á Austurlandi? Alla vega eru margar tómar íbúðir þar í dag og fólki fækkar í fjórðungnum. Starfsmannavelta er einnig mikil í verksmiðjunni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.