Veikleikar í vefþjóni DV

Í vikunni varð vefur DV fyrir árás rafbarbara. Árásin var rakin í vesturstrandar Bandaríkjanna en þar hafa tölvuþrjótar uppgötvað veikleika hugbúnaði á vefþjóni sem notaður var til að birta auglýsingar. Þar plöntuðu þrjótarnir niðurhalsveiru á vefþjóninum. Þeir sem heimóttu fréttavefinn frá kl. 17:40 á miðvikudaginn til klukkan 11:50 á fimmtudaginn fengu flestir aðvörun frá vírusforriti sínu um að síðan væri smituð. Þeir sem hafa Windows 7 stýrikerfið eiga að vera nokkuð öruggir um að smitast ekki en þeir sem hafa tölvur með ófullkomnum vírusvörnum gætu hafa smitast.

Svona atburður er mikið áfall fyrir enda tekur framkvæmdastjóri DV, Bogi Örn Emilsson undir það. Hann sagði í frétt í Fréttablaðinu: "árásina vera mikið áfall fyrir DV og þeirra ímynd. Blaðið sé í harðri samkeppni við önnur fjölmiðlafyrirtæki um veftrafflík og hætt sé við að árásin hafi áhrif á það.

Ég fór í kjölfarið á þessu áfalli DV-manna í smávægis rannsókn á öðrum íslenskum vefmiðlum. Ég notaði til þess veikleikaskönnunarforrit. Á vef Modernus er listi yfir nokkra af vinsælustu vefjum landsins, samræmd vefmæling heitir hann og tók ég fréttamiðlana út.

Ástandið er ágætt hjá þeim, enginn er með þekkta alvarlega veikleika og þeim er vel viðhaldið. Ég er samt ekki að gefa neina syndakvittun, því mögulegt er að til séu óþekktar öryggisholur sem bíða þess að verða misnotaðar.

Þessi árás er áfall fyrir DV en mér fannst viðbrögð þeirra góð eftir að þeir áttuðu sig á því hvað var á seyði. Hins vegar er tíminn sem leið frá því að óværan kom á þjóninn og þangað til ráðstafanir voru ferðar full langur. Svona hlutir eiga að finnast fyrr á svo fjölsóttum vef.

En hvað geta eigendur vefmiðla gert til að minnka líkurnar á því að svona árásir verði ekki gerðar sem eru mikið áfall fyrir reksturinn. 

  • Móta stefnu og innleiða verklagsreglur fyrir rekstur upplýsingatæknikerfa
  • Búa til áætlanir fyrir samfelldan rekstur
  • Framkvæma áhættumat
  • Innleiða ISO/IEC 27001 upplýsingaöryggisstaðalinn en hann inniheldur öll atriðin fyrir ofan og meira til.
  • Fá faggilda vottun skv. ISO/IEC 27001

dv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband