2.7.2010 | 08:57
Fjórðungsúrslit á HM
Það er góður knattspyrnudagur í dag. Átta landslið eru eftir í Heimsmeistarakeppninni í Suður Afríku og seinnipartinn á morgun verða þau aðeins fjögur eftir.
Holland - Brasilía
Evrópa gegn S-Ameríku en liðum frá S-Ameríku hefur gengið mjög vel í Afríku. Ég var búinn að spá Spánn - Holland í úrslit, þannig að Holland verður að vinna þennan taktíska leik. Það verða ekki mörg mörk skoruð en í síðustu 23 leikjum Dunga með Brasilíu hefur liðið haldið hreinu. Það verður erfitt verk fyrir Robin van Persie að finna glufu á öflugri vörn Brassa en ef það tekst ekki í venjulegum leiktíma, þá tekst það í vítaspyrnukeppni.
Uruguay - Gana
Sögulegur leikur fyrir Afríku. Vinni Gana, þá er það í fyrsta skipti sem lið frá álfunni kemst í undanúrslit. Það er því stórt skref fyrir unga leikmenn Gana að stíga. Spurning um hvort gulrótin sé of stór fyrir þá. Ég held að þeir eflist og geti unnið þennan leik. Þeir munu stoppa Forlan og Suarez.
Argentína - Þýskaland
Hér eigast við tvö af skemmtilegustu liðum keppninnar. Þýskt skipulag gegn sjóðheitum tilfinningum. Ég hef trú á að Þýskaland hafi færri veikleika en Argentína og fari því áfram.
Spánn - Paragvæ
Fjórða S-Ameríkuliðið og ég búinn að setja öll út í kuldann. Nú er komið að Paragvæ en þeir munu eflaust spila upp á 0-0 jafntefli og stóla á góðar vítaskyttur. Spánn sem tapaði fyrsta leik óvænt, leik sem þeir máttu tapa ná að lauma inn einu marki og tryggja sig áfram. Hef trú á því að Fabregas fái stórt hlutverki í þessum leik á miðjunni.
Gangi þessi spá eftir, þá verða Gana og Holland á þriðjudag og Spánn gegn Þýskalandi á miðvikudag. Fari spáin út um þúfur, þá gætu öll liðin í undanúrslitum komið frá S-Ameríku, Brasilía gegn Uruguay og Argentína gegn Paragvæ. Það væri flott staða.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.