5.6.2010 | 10:10
Mexíkóskur matur í sókn
Vinsældir matar frá Mexíkó eru á mikilli uppleið hér á landi sýnist mér. Maturinn hentar vel til að bjóða upp á bragðgóða rétti sem skapa skemmtilegt andrúmsloft við matarborðið. Aðferðirnar eru oftast einfaldar og hentar alla daga.
Ég náði góðri röð í síðustu viku með mexíkóskan mat. Hátíðin byrjaði á föstudaginn 31. maí og stendur yfir enn, rétt eins og gosið í Eyjafjallajökli. Ég hafði lítið um röðina að velja.
Föstudagur: Starfsmannafélagið Vektor stóð fyrir hófi í vinnunni. Einn vinnufélagi bjó til fínar Quesadilla með kjúkling og nautahakki. Pönnukökurnar fylltar ljúfmeti tókust mjög vel hjá honum.
Laugardagur: Frænka mín bauð til stúdentsveislu til að fagna áfanganum. Þar var mexíkósk kjúklingasúpa í aðalrétt. Mjög vel heppnuð. Síðar um kvöldið var Eurovision keppni og mexíkóskar Nacho cheese flögur og Burrito. Ég missti af þeirri hátíð.
Sunnudagur: Borðaði nokkrar mexíkóskar Nacho og Tortilla Chips flögur með mildri mexíkóskri Chunky Salsa sósu frá Tex Mex.
Mánudagur: Var að vinna í Borgartúni. Endaði inn á Serrano og fékk mér Burrito með kjúkling.
Þriðjudagur. Kláraði mexíkósku sósuna og flögurnar frá helginni.
Miðvikudagur: Var boðið í afmælisveislu og þar var kröftug mexíkósk kjúklingasúpa. Kjúklingabringurnar voru öflug uppistaða í súpunni.
Mér fannst þetta flott röð og velti fyrir mér hvort mexíkósk tískusprengja í matargerð væri á Ísland? Einnig velti ég fyrir mér hvort þetta væri eitthvað tákn um að maður ætti að fylgjast með Mexíkó á HM. Þeir löguð heimsmeistara Ítala en matargerð þeirra er rómuð, í æfingaleik á fimmtudag, 2-1.
Það verður mexíkóskt snakk, Nacho eða Tortilla og því dýft í salsasósu yfir leikjum Mexíkó á HM.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:14 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.