Óvænt heimsfrétt í óvissuferð

Það var góð eða slæm heimsfrétt, en það fer eftir því hvernig á það er litið, sem barst okkur í óvissuferð sem ég hafði skipulagt fyrir fjölskylduna um goslok í Eyjafjallajökli. Upphafleg  áætlun var að keyra á Þingvelli, ganga á lítið fell og fara þaðan í Fljótshlíð og skoða náttúruundrið. Síðan átti að safna ösku og setja í krukku til minningar um jarðfræðiferðalagið um Hvítasunnuna.

Þegar við vorum komin í helgi Þingvalla heyrðum við á öldum ljósvakans að gosið lægi niðri og aðeins gufubólstrar stigu til himins. Því var skoðunarferð aflýst. Umferð um Suðurlandsveg var þung og margir á leið úr borginni og eflaust fjöldi á leið í Fljósthlíð til að verða vitni að goslokum.

Þegar heim var komið hófust athuganir á vinsældum Eyjafjallajökuls. Vísitala Eyjafjallajökuls og annara jökla á Íslandi hefur aukist um 22% á milli mánaða.  Athugunin fer þannig fram að nafn viðkomandi jökuls er slegið inn í nefnifalli og leitarstrengir skráðir. Svona er staðan í dag:

 Stærð24.4.201023.5.2010Mism%
Vatnajökull8.300149.000196.00047.00032
Langjökull95380.70074.900-5.800-7
Hofsjökull92577.20079.5002.3003
Mýrdalsjökull596233.000268.00035.00015
Drangajökull16030.20032.2002.0007
Eyjafjallajökull785.650.0006.970.0001.320.00023
Tungnafellsjökull489.95012.0002.05021
Þórisjökull329.3709.010-360-4
Eiríksjökull2215.20020.3005.10034
Þrándarjökull222.9003.52062021
Tindfjallajökull1916.20020.6004.40027
Torfajökull1522.50023.6001.1005
Snæfellsjökull1169.30078.1008.80013

 

Tæplega 7 milljón leitarstrengir koma upp hjá Eyjafjallajökli í dag. Eldstöðin hefur náð að halda vinsældum sínum á Netinu síðasta mánuðinn enda kom öflug roka úr honum í byrjun maí og lokaði nokkrum flugvöllum í Evrópu. Einnig kemur gosið í Eyjafjallajökli oft fyrir í Eurovision keppninni. En athygli jarðeldsins hefur greinilega haft jákvæð áhrif á aðra íslenska jökla. 

Það veður spennandi að sjá leitarvísitöluna eftir mánuð. Vonandi fer Katla ekki af stað fyrr en í haust. Það má ekki ræna okkur sumrinu.

palligos.jpg

Á Sky News:  AFP: Geophysicist says Icelandic volcano is no longer active.


mbl.is Gosið liggur alveg niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband