23.5.2010 | 16:27
Óvænt heimsfrétt í óvissuferð
Það var góð eða slæm heimsfrétt, en það fer eftir því hvernig á það er litið, sem barst okkur í óvissuferð sem ég hafði skipulagt fyrir fjölskylduna um goslok í Eyjafjallajökli. Upphafleg áætlun var að keyra á Þingvelli, ganga á lítið fell og fara þaðan í Fljótshlíð og skoða náttúruundrið. Síðan átti að safna ösku og setja í krukku til minningar um jarðfræðiferðalagið um Hvítasunnuna.
Þegar við vorum komin í helgi Þingvalla heyrðum við á öldum ljósvakans að gosið lægi niðri og aðeins gufubólstrar stigu til himins. Því var skoðunarferð aflýst. Umferð um Suðurlandsveg var þung og margir á leið úr borginni og eflaust fjöldi á leið í Fljósthlíð til að verða vitni að goslokum.
Þegar heim var komið hófust athuganir á vinsældum Eyjafjallajökuls. Vísitala Eyjafjallajökuls og annara jökla á Íslandi hefur aukist um 22% á milli mánaða. Athugunin fer þannig fram að nafn viðkomandi jökuls er slegið inn í nefnifalli og leitarstrengir skráðir. Svona er staðan í dag:
Stærð | 24.4.2010 | 23.5.2010 | Mism | % | |
Vatnajökull | 8.300 | 149.000 | 196.000 | 47.000 | 32 |
Langjökull | 953 | 80.700 | 74.900 | -5.800 | -7 |
Hofsjökull | 925 | 77.200 | 79.500 | 2.300 | 3 |
Mýrdalsjökull | 596 | 233.000 | 268.000 | 35.000 | 15 |
Drangajökull | 160 | 30.200 | 32.200 | 2.000 | 7 |
Eyjafjallajökull | 78 | 5.650.000 | 6.970.000 | 1.320.000 | 23 |
Tungnafellsjökull | 48 | 9.950 | 12.000 | 2.050 | 21 |
Þórisjökull | 32 | 9.370 | 9.010 | -360 | -4 |
Eiríksjökull | 22 | 15.200 | 20.300 | 5.100 | 34 |
Þrándarjökull | 22 | 2.900 | 3.520 | 620 | 21 |
Tindfjallajökull | 19 | 16.200 | 20.600 | 4.400 | 27 |
Torfajökull | 15 | 22.500 | 23.600 | 1.100 | 5 |
Snæfellsjökull | 11 | 69.300 | 78.100 | 8.800 | 13 |
Tæplega 7 milljón leitarstrengir koma upp hjá Eyjafjallajökli í dag. Eldstöðin hefur náð að halda vinsældum sínum á Netinu síðasta mánuðinn enda kom öflug roka úr honum í byrjun maí og lokaði nokkrum flugvöllum í Evrópu. Einnig kemur gosið í Eyjafjallajökli oft fyrir í Eurovision keppninni. En athygli jarðeldsins hefur greinilega haft jákvæð áhrif á aðra íslenska jökla.
Það veður spennandi að sjá leitarvísitöluna eftir mánuð. Vonandi fer Katla ekki af stað fyrr en í haust. Það má ekki ræna okkur sumrinu.
Á Sky News: AFP: Geophysicist says Icelandic volcano is no longer active.
Gosið liggur alveg niðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.