ThorDC

Fór með félögum í Félagi tölvunarfræðinga í heimsókn til Thor Datacenter.  Þeir sýndu okkur hvernig gagnaver í gámum virkar.

Fyrsti gámurinn er komin upp og fyrstu viðskiptavinirnir sem eru spænskir, komnir með ódýra græna og umhverfisvæna lausn til að hýsa tölvukerfi sín. Við kíktum inn í sérhannaðan eldvarðan gáminn og leit hann traustlega út.

Hugmyndin að gagnaveri í gámum er sniðug.  Fyrirtækið sníður sér stakk eftir vexti. Er ekki að fjárfesta í stórum sal sem mikill kostnaður fer í að kæla og viðhalda. Komi stór pöntun, þá er slegið upp nýjum gámi.

Í fréttatilkynningu sem Thor DC sendi frá sér þegar fyrsti gámurinn var kynntur alþingismönnum fyrir páska kemur fram að gagnavarsla geti orðið ein tekjumesta atvinnugrein þjóðarinnar. Tekjur af um 80 gagnaversgámum gætu numið um 115 milljörðum kr. í tekjur.

Gagnaverið nýtir kuldann á Íslandi til að kæla búnaðinn og  notuð nýj tækni sem hafi verið þróuð í samstarfi við evrópska aðila. Gagnamagnið, sem einn svona gámur getur geymt, er um 6,2 petabæt, sem jafngildi um 6.200.000 gígabætum.

Vonandi tekst Thor DC að útvíkka þjónustuna til að fleiri störf skapist svo störfin hér verða ekki aðeins rekstur á kælingu og rafmagni.

Það verður gaman að fylgjst með ThorDC í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband