9.4.2010 | 22:30
Hrossakjötsveisla og bridshátíð í Þórbergssetri
Það verður ein allsherjarskemmtun yfir spilum og áti á milli hjá mér um helgina. Stefnan er sett á hina árlegu bridshátíð og hrossakjötsveislu í Þórbergssetri. Torfi Steinþórsson á Hala var mikill félagsmálafrömuður og áhugamaður um spilamennsku og gekkst hann fyrir bridskeppni og hrossakjötsveislum í Suðursveit á árum áður. Afkomendur hans hafa tekið að sér að halda merkinu á loftinu og halda við hefðinni. Þetta er því mót með sögu og karakter.
Ég mætti á hátíðina í fyrra og hafði mikla skemmtun af. Einnig var heppnin með okkur Guðmundi H. Guðjónssyni og höfðum við sigur. Vorum við leystir út með miklum verðlaunum. Fengum við glæsilegan farandgrip því til staðfestingar. Auk þess Jöklableikju frá Hala og bækur um ÞÞ í Fátæktarlandi og um Skaftafell. Á bak við hönnunina á farandverðlaununum var djúp pæling enda ekki við öðru að búast. Úr steini úr Borgarhafnarfjalli stendur hrútshorn og í það er grafið táknin fyrir, hjarta, spaða, tígul og lauf. En Torfi var mikill áhugamaður um brids og hrúta. Þetta bridsmót er lofsvert framtak hjá afkomendum Torfa.
En hvernig undirbýr maður sig fyrir svona bridshátíð? Jú, ég er að lesa kiljuna, Þegar ég varð óléttur, úrval úr ritum Þórbergs Þórðarsonar. Þá hellist spilaandinn vonandi yfir mig og makker.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.