3.4.2010 | 11:00
Stórmagnaður föstudagurinn langi
Það var stórmögnuð páskastemming í gær, föstudaginn langa í Þórsmörk, skógi Þórs. Stanslaus umferð göngumanna frá Básum upp á Morinsheiði en þar var leiðinni lokað við Heljarkamb. Rúmlega sex kílómetra langur ormur. Sumir kölluðu jarðeldagönguna á Morinsheiði, píslargöngu.
Aðstæður í hrikalegri náttúrusmíð voru ágætar en undir kvöld var komin hálka í einstaka staði á stígum og undir snjó orsakaði greinilega óhöpp.
Það var stórfenglegt að sjá stanslausa röð göngumanna upp Foldir að Morinsheiði en þetta er um tvær Hallgrímskirkjur í hækkun. Ekki sáust neinir hraunfossar enda eldstöðin að endurbyggja sig. Ekki heyrðust drunur frá jarðeldunum en þyrlur sáu um að magna hljóðið í kyrðinni. Margir komu þegar skyggja tók en þá var mikið sjónarspil. Eldurinn í gosinu sást mun betur og að ganga framhjá Útigönguhöfða með rauðan bjarma baksvið var einstök upplifun. Á leið úr Þórsmörkinni rétt fyrir miðnætti sást eitt mesta sjónarspil sem ég hef séð og hafa margar kvikmyndir runnið í gengum augun. Þá sást eftir Hvanngili í skarði sem kom í svart landslagið til gosstöðvanna. Það var ólýsanleg sýn.
Í myrkrinu sást einnig að fólk fór ótroðnari slóðir, lýsing af höfuðljósum sást um allt Goðaland og Þórsmörk. Venus, lágt á himni rímaði vel við göngustjörnunar.
Mér fannst vel af sér vikið að ekki skyldu verða meiri slys á fólki, rétt eins og í einum knattspyrnuleik. Gæsla var góð hjá björgunarsveitamönnum og lögreglu. Vakti það öryggistilfinningu göngumanna.
Það má ekki ræna fólki þessari upplifun með lokunum. Því má ekki loka svæðum. Þetta er hluti af því að vera Íslendingur, að fá að upplifa jarðelda í stórbrotinni náttúru.
Frá kl. 15 til 22 og jafnvel lengur var stanslaus umferð upp og niður Morinsheiði. Heiðarhorn skagar framúr.
Slasað fólk sótt í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að sjá fólk sem kann að nota þessa frábæru náttúru okkar... Flot grein já þér Palli.
Pétur Ásbjörnsson, 3.4.2010 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.