1.4.2010 | 21:20
Kaldi - besti páskabjórinn
Það er orðin hefð hjá íslenskum bruggurum að bjóða upp á páskabjór. Fimm bjórar eru á markaðnum. Ég efndi til rannsóknar á vinnustað mínum og fékk átta bjóráhugamenn með í tilraunina. Smökkunin fór þannig fram að bjórinn var borinn fram í glösum og fengu smakkarar ekki að vita hvaða tengund var undir smásjánni. Fólk hafði í hug anda páskanna og vildi fá tenginu þarna á milli. Smökkunin hófst á ljósustu bjórunum. Gefnar voru einkunir á bilinu 0 til 10.
Tegund | Styrkur | Flokkur | Litur | Verð | Lýsing | Stig |
Egils páskabjór | 5,0% | Lager | Gullinn | 318 | Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Létt korn, kæfa, baunir, hey. | 52 |
Tuborg páskabjór | 5,4% | Lager | Gullinn | 299 | Meðalfylling, þurr, mildur, lítil beiskja. Létt malt, karamella, baunir. | 54 |
Víking páskabjór | 4,8% | Lager | Rafgullinn | 309 | Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Léttristað korn, karamella, sítrus, mosi. | 55 |
Kaldi páskabjór | 5,2% | Lager | Rafgullinn | 329 | Mjúk meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Léttristað malt, grösugir humlar, baunir. | 64 |
Miklholts papi | 5,6% | Öl | Brúnn | 399 | Þétt fylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Malt, kakó, baunir, hey, létt krydd. | 42 |
Kaldi páskabjór frá Bruggsmiðjunni Árskógsströnd kom lang best út úr könnuninni. Hann fékk 64 stig. Hann er margslunginn og bragðgóður páskabjór sem kallar fram stemmingu og smellpassar með svínasteikinni. Í bragðkönnun DV kom Kaldi eins vel út og var röðin mjög svipuð nema hvað vinnufélagar, sérstaklega kvennfólkið, var spart á háar einkunnir Miklholts Papa. Enda skapar sá bjór umræður.
Kaldi er bruggaður eftir aldagamli tékkneskri hefð. Vatnið er tekið úr lind við Sólarfjall í Eyjafirði. Saaz humlar og tékkneskt malt eru notaðir í framleiðsluna. Einn kostur er að bjórinn er án rotvarnarefna og viðbætts sykurs.
Ég er alltaf hrifinn af framleiðslu Ölvisholts manna. Finnst þessi súkkulaði-porter hjá þeim vel heppnaður og svo spyrða þeir söguna skemmtilega inn í framleiðsluna.
Risarnir, Egill, Tuborg og Vífilfell taka litla áhættu, þeir fylgja gömlu bragðlínunni og setja lítinn páskaanda í framleiðsluna.
Ég mæli því með bjórnum Kalda yfir páskahátíðina. Hann rímar einnig vel við veðrið síðustu daga, norðan Kaldi.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt 2.4.2010 kl. 09:12 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.