Þorrabjór

Suttungasumbl þorrabjór - frá Ölvisholti, mæli með honum. Var í gærkveldi, á Bóndadag, í mjög vel heppnuðu þorrahlaðborði og við smökkuðum alla fjóra þorrabjórana sem til eru á markaðnum. Suttungasumbl er undir miklum áhrifum frá bjórmenningunni í Belgíu. Minnti mig á munkabjórana, La Trappe og Orval. Ölbjórinn skýjaði var sterkastur bjóranna, 7.2%, og fór vel með það. Einn smakkara fann fyrir eik og annar sítrus. Eflaust hafa aðalbláberinn og krækiberin frá Vestfjörðum komið hér við sögu. Einnig er gaman hversu þjóðlegir bruggmeistararnir í Ölvisholti eru. Bætir það bjórmenninguna.

Í boði eru fjórar tegundir af þorrabjór. Suttungasumbl frá Ölvisholti, Jökull þorrabjór, Kaldi þorrabjór og Egilsþorrabjór. Voru allir bjórarnir í 330 ml flöskum og blind smökkun.

Smökkunarmenn þorrabjórsins voru mjög ánægðir með gæði og breidd íslenska þorrabjórsins og voru stoltir yfir því að geta á góða kvöldstund með íslenskri bjórframleiðslu og þjóðlegum íslenskum mat.

Jökull þorrabjór er með mikilli karamellu og því er mikil jólastemming í bjórnum. Var hann dekkstur bjóranna og greindu menn sitrus.

Kaldi þorrabjór var beiskastur, með humla og sítrus áhrifum. Hann er laus við rotvarnarefni. Fundu menn fyrir tékkneskum áhrifum.

Egils þorrabjór er hlutlausastur þorrabjóranna. Ölgerðarmenn taka ekki mikla áhættu. Þeir eru stoltir af því að nota íslenskt bygg í framleiðslunni en ég hef grun um að það sé mikið blandað erlendu byggi.  Ágætis ímyndaruppbygging hjá Agli og styrkir sjálfsmyndina á Þorra.

TegundStyrkurFlokkurVerðLýsing
Suttungasumbl þorrabjór7,2%Öl409Rafrauður, skýjaður, meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Hveiti, malt, humlar. Höfugur.
Jökull þorrabjór5,5%Lager347Rafgullinn, móða. Létt meðalfylling, þurr, sýruríkur, miðlungsbeiskja. Malt, sítrus, ávaxtagrautur.
Kaldi þorrabjór5,0%Lager323Rafgullinn. Mjúk meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Malt, humlar, soðbrauð.
Egils þorrabjór5,6%Lager319Gullinn, meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Létt malt, ljóst korn.

Skjalfti-ThorrabjorJokull-ThorrabjorKaldi-ThorrabjorEgils-Thorrabjor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 233598

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband