FBI varar við netsvikum vegna náttúruhamfara á Haití

Þeir standa sig vel íslensku björgunarsveitarmennirnir á Haíti við skelfilegar aðstæður. Í könnum á visir.is eru 95,2% landsmanna stolt af frammistöðu sveitarinnar. Landsmenn hafa einnig verið örlátir í söfnunum og sýnt samhug í verki.  

Einfaldasta og öruggasta leiðin fyrir Íslendinga til að styrkja hjálparstarf á Haíti er að hringja í söfnunarsímann 904-1500 og áhafna Rauða krossinum pening í söfnunina. Fleiri aðilar eru traustsins verðir á Ísland, þar á meðal UNICEF (908-x00) og Hjálparstarf Kirkjunnar (907-2003) og SOS-barnaþorp.

Íslendingar eiga því ekki að lenda í vandamálum með að láta gott af sér leiða. En hætturnar eru til staðar úti í hinum stóra Netheimi. 

Það er tvennt öruggt þegar náttúruhamfarir verða. Í fyrsta lagi, Bandaríkjamenn bjóða fram aðstoð og fjárframlög. Hitt er að óprúttnir aðilar, hrægammar, reyna að setja af stað falskar peningasafnanir á  Netinu.

Bæði Better Business Bureau (BBB) og Federal Bureau of Investigation (FBI) hafa sent frá sér viðvaranir til Netverja vegna falskra safnana.

FBI hvetur Netverja til að svara ekki tölvupósti um safnanir sem kemur í pósthólfið. Það á einnig við að smella ekki á tengla sem fylgja í tölvupóstinum.

Leitið sjálf uppi hjálparsamtök sem taka á móti styrkjum. Ekki láta upphæðina fara í gegnum milliliði.

Verið á varðbergi með að opna viðhengi sem eiga að innihalda myndir af vettvangi náttúrhamfaranna því þau skjöl geta innihaldið vírusa. Opnið aðeins viðhengi frá þekktum aðilum.

Hafið efasemdir um einstaklinga sem segjast hafa komist af  og biða um fjármagn í gegnum tölvupóst eða samfélagsvefi (facebook).

Ekki gefa persónulegar eða fjárhagslegar upplýsingar til neins sem tekur við styrkjum. Það getur stofnað viðkomandi auðkenni í hættu og gert notandann berskjaldaðri fyrir fleiri svikum í framtíðinni.


mbl.is Íslendingar vekja áhuga Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk.

Sigurður Haraldsson, 16.1.2010 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 233668

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband