Hjarnskaflinn í Gunnlaugsskarði horfinn

Fréttir af afdrifum snjóskaflsins í efsta Gunnlaugsskarði í Esjunni vekja jafnan athygli. Hann gefur til kynna hvernig sumarið og veturinn á undan voru, og veðuráhugafólk fylgist grannt með.
 
Í fyrra hvarf skaflinn efst í Gunnlaugsskarði um 21. ágúst, en þá birtist frétt í Morgunblaðinu. Neðar í skarðinu, inni í gili, var hins vegar lítill hjarnskafl sem lifði af sumarið. Flygdist undirritaður vel með honum og fór í fjórar rannsóknarferðir.
 
Í fyrra hafa mögulega verið sérstakar aðstæður; skafið vel í gilið og það verið í skjóli fyrir sól hluta dagsins.
 
Í gær, 9. ágúst, fór undirritaður til að kanna afdrif hjarnskaflsins neðarlega í Gunnlaugsskarði, en hann var horfinn – líklega fyrir nokkru. Því má staðfesta að suðurhluti Esjunnar er nú snjólaus, og það í fyrra fallinu, þann 5. eða 6. ágúst.
 
Hjarnskaflinn
 
Enginn hjarnskafl í ár og lækirnir mynda Kollafjarðará sem rennur í Kollafjörð.

mbl.is Óvenjulegt hvarf skaflsins í Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2025

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 400
  • Frá upphafi: 237802

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 344
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband