Allsvenskan: Elfsborg - Sirius 4 : 3

Boras Arena, fimmta umferð Allsvenskan – kvöldleikur, ljósin kveikt, hjörtun slá.

Gulsvart vs. Blåsvart 

Gul- og svartklæddu leikmenn heimamanna Elfsborgar stigu inn á grasið undir dynjandi lófataki þúsund stuðningsmanna. Stemningin rafmögnuð, fánahafið dansaði í takt við spennuna sem lá í loftinu. Á móti þeim mættu blá- og svartklæddir og vel spilandi leikmenn IK Síríus – lið sem á rætur sínar í viskubænum Uppsala. Þegar stjórnendur og fræðimenn þar kusu nafn á sameinað lið borgarinnar, litu þeir til himins og fundu innblástur í stjörnunni Síríus – björtustu stjörnunni á næturhimninum.

Elfsborgarliðið spilar með hápressu, hleypur hratt fram og nýtir beittar skyndisóknir. Þjálfarinn, Oscar Hiljemark, hefur augljósa aðdáun á ítalskri taktík – sterkt varnarkerfi og klókur fótbolti. Síríus menn svara með leikni, aga og fallegu spilamynstri – þó skortur á mörkum haldi þeim í skugganum. Íþróttin snýst jú um að skora. En þetta átti eftir að breytast.

Markvörðurinn Isak Peterson hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og tréverkið ber þess merki – skotin af andstæðingum hafa dunið í stöng og slá en farið ekki inn. Elfsborg hefur unnið síðustu leiki með heppnina sér við hlið – en hversu lengi dugar það?

Í leikmannahópi Elfsborgar eru tveir íslenskir Víkingar: Ari og Júlíus Magnússon – báðir komnir frá hamingjunni í Víkinni yfir í virkið í Boras. Þeir bera kraftinn úr norðri í miðjuna og gætu ráðið úrslitum.

Síríus mæta með minni hóp, en mikla drauma – og stuðningsmenn liðsins eru engu síðri, öflugir 33 háskólamenntaðir, hugmyndaríkir og skapa einstaka stemningu á útivöllum með gáfuðum söngvum og húmor.

Elfsborg vann bráðfjörugan markaleik – Ari Sigurpálsson skoraði glæsimark

Leikvangurinn Boras Arena er tvítugur og einn fyrsti gervigrasvöllur Svíþjóðar.

IF Elfsborg hefur mætt IK Sirius ellefu sinnum á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni (Allsvenskan). Af þessum leikjum hefur Elfsborg unnið fjóra, gert fimm jafntefli og tapað tveimur, með markatöluna 17–11 í hag.

Leikurinn fór af krafti af stað hjá Elfsborg. Strax á 11. mínútu skoraði knái kantmaðurinn Ari Sigurpálsson – HK-ingur og fyrrum Víkingur – glæsilegt mark. Hann læddist framhjá varnarmanni Sirius inn í teiginn og stýrði boltanum snyrtilega í hornið, óverjandi fyrir Ismael, markvörð gestanna frá Malí.

„Vi ölskar IF Elfsborg“ söng gulsvarti stuðningskórinn allan leikinn og veifaði gulum fánum og treflum til sönnunar.

Ari

 

Sirius jafnaði skömmu síðar úr umdeildri vítaspyrnu, sem Finninn Leo Walta skoraði örugglega úr. Enn og aftur verður ljóst að Allsvenskan sárvantar VAR. Elfsborg svaraði þó strax og komst aftur yfir eftir mikla orrahríð að marki. Taylor Silverholt, sem kom frá Helsingborgs IF í Superettan, skoraði með hnitmiðuðu skoti.

Staðan var vænleg fyrir Elfsborg í hálfleik, en stuðningsmenn vissu að spennan væri langt frá því að vera búin – Elfsborg er ekki þekkt fyrir að halda boltanum vel. Þeir byrjuðu þó seinni hálfleikinn af krafti, en á 55. mínútu jafnaði hinn öflugi Robbie Ure fyrir Sirius með marki sem virtist vera rangstæða en rangstöðulykt lagði um völlinn. Tíu mínútum síðar kom skyndisókn frá Sirius og Leo Walta skoraði sitt annað mark, þetta löglegt og vel útfært – staðan allt í einu 2–3.

En Elfsborg gafst ekki upp. Á 68. mínútu jafnaði Rasmus Wikström með frábæru skallamarki eftir hornspyrnu – stökk hæst og hamraði boltann í netið. Í lok leiks tryggði Simon Hedlund sigurinn með marki sem kveikti mikinn fögnuð á heimavelli.

Bráðfjörugur og dramatískur leikur, þar sem Elfsborg tryggði sér þrjú dýrmæt stig og situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm umferðir.

Samantekt frá leiknum á Youtube.com

 


Bloggfærslur 24. apríl 2025

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 59
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 235022

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband