Flateyjardalur

Flateyjardalur er 33 km langur dalur sem gengur inn í landið vestan Víknafjalla og  Kinnarfjalla. Sú  málvenja hefur þó verið um langan aldur að kalla einungis nyrsta hlutann, byggðina með sjónum Flateyjardal en telja mestan hluta dalsins til Flateyjardalsheiðar (220 m). Fimm sjálfstæð býli voru í dalnum  sem öll eru  komin í eyði, hið síðasta, Brettingsstaðir árið 1953. Undirlendi er þar allmikið og grösugt og rekar voru nokkrir. Vetrarríki er í Flateyjardal enda fyrir norðan 66 gráður og stutt frá Heimskautsbaugnum. Um dalinn lykja há fjöll og hlíðar þeirra eru vaxnar lyngi og öðrum gróðri, að minnsta kosti hið neðra.

Í Flateyjardal var sögusvið Finnbogasögu ramma, þar fæddist hann, var borinn út en síðar fóstraður til fullorðinsára á Eyri eða Knarrareyri. Rústir af bænum og fjárhúsum eru austan vatnsmikillar Dalsár.

Brettingsstaðir voru mest jörð í Flateyjardal og kirkjustaður um skeið, frá 1897 til 1960. En mikill jarðskjálfti skók Flatey 1872 laskaði kirkjuna. Í kjölfarið var ákveðið að flytja hana í land var og að Brettingsstöðum.

Gaman að upplifa lífsbaráttu íbúa dalsins í gegnum einfaldar og góðar merkingar á eyðibílum og ártal fylgir með.  Allt aftur til 1600.  Nokkuð fór í eyði þegar Öskjugosið var 1875 og mikil atvinna á stríðsárunum hefur frelsað restina af bæjunum undan harðindum.

Margir slæðufossar sáust í fjallshlíðunum og trölla- og mannamyndir meitlaðar í stein. Mikil kyrrð og berjaland gott. Sannkallað land göngumannsins.

 

Brettingsstaðir efri, frá 1928

Virðing - Tvennir tímar. Stórkostlegt að sjá fornminjar og vel viðhöldnu húsi, líklega frá 1928 á Brettingsstöðum.

Flateyjarsund

Flatey, Víkurhöfði og Flateyjarsund séð frá gróinni heimreið að Brettingsstöðum. Flateyjarsund, þar eru talin ein mestu hrognkelsamið við strendur Íslands.

Dagsetning: 6. ágúst 2013 
Hæð Flateyjardalsheiðar: 220 m 
Lengd Flateyjardals, F899:  33 km 
GSM samband:  Já, gott við ströndina.

Ökuleiðalýsing: Lagt frá hliði við Þverá í Fnjóskadal.  Ágætis fjallvegur og lítið mál fyrir fjórhjóladrifsbíla með mikið af vöðum, pollum og lækjum en mikill snjór í fjallshlíðum enda heitt í veðri. Helst að passa sig á að festa bílinn ekki í sandi við ströndina. Gaman að sjá vatnaskil á heiðinni en glöggir ferðamenn geta séð þegar Dalsá fer að renna í norður eftir 6 km akstur.

Heimildir

Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, 1987.

Íslendingasögur, Finnbogasaga ramma

Magnús Már Magnússon  http://magnus.betra.is/sida.php?id=82&preview=1


Bloggfærslur 13. ágúst 2013

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 236938

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband