Ísland og The Taking of Pelham 1 2 3 (5/10)

The Taking of Pelham 1 2 3 er Hollywood kvikmynd frá 2009. Leikstjóri er Tony Scott heitinn og helstu leikarar eru John Travolta og Denzel Washington.  Þessi mynd er endurgerð eftir mynd frá 1974 og var sýnd á Ríkissjónvarpinu í gærkveldi.

Ísland kemur óvænt við sögu í gíslatökumáli en þá segir aðal söguhetjan frá ferðalagi til landsins árið 1998 með litháenskri rassfyrirsætu og jöklaferð á hundasleðum. 

Ekki áttaði ég mig á samhenginu.  

Í mistakasögu myndarinnar er sagt frá nokkrum mistökum í kvikmyndinni.

"Character mistakeRyder says it takes 6 hours to fly to Iceland from New York. It takes less than 4."

Svo er hægt að sjá söguna um ferðalagið til Íslands á imdb.  Ekki fannst mér myndin tilkomumikil og gef fimm stjörnur af tíu mögulegum. Sagan dularfulla um Ísland gerir hana minnisstæða.


Bloggfærslur 24. mars 2013

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 236907

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband