Santi Cazorla

Þeir hlógu mikið frændurnir Ari Sigurpálsson og Ingiberg Ólafur Jónsson þegar leikmaður númer 19, Spánverjinn Santi Cazorla hljóp inn Emirates völlin fyrir leik gegn QPR.  „Hann er eins og álfur“, sögðu þeir enda sérfróðir um álfa. Búnir að vera í Álfhólsskóla og annar í leikskólanum Álfaheiði. Auk þess hafa þeir búið í Álfaheiði.

Santi CazorlaSanti hefur ekki mikla hæð (1.65 m) en bætir það upp á öðrum sviðum.  Í síðasta leik gegn Aston Villa skoraði hann tvö mörk og tryggði mikilvægan sigur. Seinna markið var Malaga-mark, en nýi vinstri bakvörðurinn nýkominn frá Malaga, Nacho Monreal gaf góða sendingu inn í teig og Santi stýrði knettinum í hornið.  Hann slökkti á Aston Villa og sendi í fallsæti. Einnig létti sigurinn á pressunni á Wenger en gengi Arsenal hefur verið lélegt í bikar og Meistaradeild. 

"Oh santi cazorla, oh santi cazorla", sungu stuðningsmenn Arsenal í megnið af leiknum.

Santiago Cazorla González kom til Arsenal í júlí frá Malaga fyrir 16 milljón pund en liðið þurfti að selja leikmenn til að grynnka á skuldum. Vakti hann strax athygli stuðningsmanna frá fyrstu mínútu fyrir hugmyndaríki í sendingum og öflug markskot.

Hann hafði orðið Evrópumeistari með Spáni 2012 og 2008 en miðjumennirnir Xavi, Fabregas og Iniesta skyggðu svo á hann að menn tóku ekki vel ekki eftir honum.  Santi er leikmaðurinn sem kemur til með að fylla skarðið sem Fabregas skyldi eftir sig er hann hélt heim til Barcelona.

Hann fæddist í borginni Llanera í sjálfsstjórnarhéraðinu Asturias á norður Spáni 13. desember 1984 og er því 28 ára en það er góður knattspyrnualdur. Hann hóf ungur knattspyrnuferilinn með Oviedo sem er aðal liðið í héraðinu. Þaðan fór hann til  Villarreal.  Í millitíðinni lék hann með Recreativo de Huelva og var kosinn leikmaður ársins á Spáni. Þaðan hélt hann aftur til Gulu kafbátanna og á síðasta leiktímabili lék hann með Malaga Andalúsíu og náði liðið fyrsta skipti Meistaradeildarsæti.

Helsti styrkleiki Cazorla er að hann er jafnvígur á báðar fætur. Hann gefur hárnákvæmar sendingar og í hornspyrnum og aukaspyrnum er nákvæmni skota mikil. Hann hefur verið á báðum köntum og einnig sóknartengiliður. Hann er fimur,  með mikla knattspyrnugreind og skapandi leikmaður. Hraði hans og fjölhæfni var þyrnir í augum varnarleikmanna í spænsku deildinni í 8 ár og nú hrellir hann enska varnarmenn stuðningsmönnum Arsenal til mikillar ánægju.

Þegar Ari Sigurpálsson heimsótti Emirates Stadium í haust var hann búinn að velja leikmann ársins.

Santi Cazorla og Ari

Ari á japanskri sessu hjá sínum leikmanni#19, S. Cazorla.


Bloggfærslur 23. febrúar 2013

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband