20.7.2012 | 13:52
Hrafnabjargafoss og Ingvararfoss í Skjálfandafljóti
Í gær var frétt á Stöð 2 og henni fylgt eftir á visir.is um að Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður vilji verja Hrafnabjargarfoss.
Í byrjun ágúst 2004 heimsótti ég fossana í Skjálfandafljóti, þá Ingvararfoss og Hrafnabjargafoss. Einnig hina heimsþekktu fossa fljótsins mikla, Goðafoss og Aldeyjarfoss. Þetta var fossadagurinn mikli.
Aðgengi að efri fossunum er ekki gott og átti Toyota RAV4 í mestu erfiðleikum með að komast að Hrafnabjargafossi. En komst þó eftir að hafa rekið pústið og gírkassa nokkrum sinnum niður með tilfallandi áhyggjum eiganda.
Ingvararfossar eru lítt þekktir en fallegir fossar rétt ofan við Aldeyjarfoss. Ingvararfossar minntu mig mjög mikið á Aldeyjarfoss enda ruglaðist ég á þeim í andartak. En ég kveikti á perunni, það vantaði svo marga stuðla. Eflaust hefur skaparinn notað hann sem frumgerð að Aldeyjarfossi.
Ég man hvað það var gaman að ganga um gamlan farveg Skjálfandafljóts í meitluðu hrauninu að fossinum. En áin hefur breytt sér í tímans rás. Þetta var mjög skemmtilegur og eftirminnilegur dagur. Tveir krakkar, 7 ára voru með og var minnsta mál að ganga með þau að Ingvararfossi frá bifreið.
Hér eru fossarnir óþekktu sem eru í hættu út af Hrafnabjargavirkjun.
Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti. Virkjun kæmi við Hrafnabjörg í 404 metra hæð.
Ingvararfossar í Skjálfandafljóti. Minna á Aldeyjarfoss. Ekki eins stuðlaðir. Það fer lítið fyrir fossum þessum og ekki minnst á þá í umræðunni um Hrafnabjargavirkjun.
20.7.2012 | 10:53
Lambafell og Lambafellsgjá (162 m)
Lambafellgjá eða Lambafellsklofi er einstakt náttúruundur. Göngurmaður gengur í gegnum fell og upplifir jarðsöguna.
Troðningur, frá sundurtættri Eldborg sem er eins og flakandi sár í landinu eftir að efni til vegagerðar var tekið úr gígnum, leiðir mann alla leið að neðri enda gjárinnar, sem er bæði djúp, þröng og brött. Það er eins og að koma í annan heim að ganga þarna í gegnum dimma sprunguna og velta fyrir sér þeim kröftum sem þessa jarðmynd skópu.
Ég mældi lengd gjárinnar 115 metra og var snjór í hluta hennar. Innsti hluti gjárinnar er brattur en meinlaus. Hægt er að ganga niður gjánna og hefja göngu við efri enda klofans. Hækkunin mældist um 40 metrar.
Svo er hægt að tengja gönguna við aðrar leiðir í nágrenninu.
Það er ýmislegt að sjá á svæðinu. Hveravirkni er í Lambafelli og gufa stígur upp við Eldborg. Einnig eru mæligræjur sem fylgjast með hegðun jarðskorpunnar.
Þar sem þessi ferð á Lambafell var gengin á annan í páskum veltu menn fyrir sér orðatiltækjum. Hér eru tvö.
- Að launa einhverjum lambið gráa
- Að vera ekkert lamb að leika sér við
Dagsetning: 9. apríl 2012 - Annar í páskum
Hæð Lambafells: 162 m
GPS efri hluti gjár: N: 63.57.391 - V: 22.04.828 (153 m)
GPS neðri hluti gjár: N: 63.57.449 - V: 22.04.774 (115 m)
Erfiðleikastig: 1 skór, lítil mannraun
Heildargöngutími: 70 mínútur (16:00 til 17:10)
Þátttakendur: Fjölskylduferð, fjórir meðlimir
Veðurlýsing kl. 16:00: Austan 5 m/s, léttskýjað, 8,0 °C hiti, raki 49 %, skyggni >70 km
Gönguleiðalýsing: Lagt er upp í gönguna norðan Trölladyngju frá Eldborg eða Katlinum. Gengið er norður eða suður með Vestra-Lambafelli að Lambafellsgjá eftir troðning, 1,3 km að neðri hluta gjár. Gengið upp 40 metra hækkun í 115 metra gjá og komið eftir 2,8 km göngu að upphafspunkt.
Myndband af YouTube sem sýnir stemminguna í Lambafelli og Lambafellsgjá.
Neðri hluti Lambafellsgjár. Framundan er 115 metra ævintýraferð og 40 metra hækkun. Þessi mynd minnir mig á Þingvelli.
Heimild:Gönguleiðavísir við Eldborg
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. júlí 2012
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 236874
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar