10.11.2012 | 11:52
Theo Walcott - fer hann?
Framundan eru áramót og þá opnast leikmannagluggi. Stóra spurningin hjá Arsenal mönnum er, fer Theo Walcott eða skrifar hann undir nýjan samning. Skrifi hann ekki undir samning, þá verður hann seldur í janúarglugganum.
Enginn er ómissandi, það hefur sést en Walcott hefur verið að sækja í sig veðrið og síðasta keppnistímabil hans besta. Auk þess enskur að þjóðerni og yngsti leikmaður sem leikið hefur landsleik fyrir England.
Ray Parlour fyrrur leikmaður Arsenal ræddi við okkur um leikmannamál í afmælishófi Arsenal-klúbbsins á Emirates Stadium og hans niðurstaða var að Walcott myndi fara um áramótin. Hann fái ekki eins mikil laun og önnur illa rekin knattspyrnulið bjóða. Heimildir herma að launin séu £70,000 á viku en krafan er £100,000.
Walcott hefur staðið sig áægtlega það sem komið er af þessu tímabili og skorað nokkur góð mörk en hann vill leiða sóknina en ekki vera úti á kanti en þar nýtist hraði hans vel. Hann hefur hins vegar vermt varamannabekkinn og ein ástæðan er sú að samningaviðræður standa yfir. Það er ekki hægt að byggja sóknarleikinn á manni sem er hugsanlega að yfirgefa liðið.
Ég vona hins vegar að innanbúðarmaðurinn Parlour hafi rangt fyrir sér. Walcott og umboðsmaður hans horfi til bjartrar framtíðar Arsenal og ég trúi því að Walcott verði einn af burðarásum liðsins í framtíðinni.
Vona að Walcott verði í stuði í dag gegn Fulham og setji mark sitt á leikinn. En í síðasta leik gegn Schalke 04 var hann í fyrsta skipti í byrjunarliði og skoraði fyrsta mark leiksins og var næstum búin að setja einn í blálokin. Einnig skoraði hann þrennu gegn Reading í stórfenglegum leik.
Félagarnir frá Southampton, Walcott og Chamberlain eru samrýmdir. Frimpong (26) er næstur. Fremstur er stuðningsmaðurinn Ari Sigurpálsson í búningsklefa Arsenal á Emirates Stadium en umgjörðin er japönsk. En stjórinn Wenger hefur sótt mikið af humyndafræði sinni til Japans eftir að hafa búið þar um tíma. Leikmenn hafa skápa eftir því ákveðnu kerfi og athygli vakti að hvöss horn eru ekki í boði, heldur eru hornskáparnir ávalir.
Bloggfærslur 10. nóvember 2012
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 16
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 92
- Frá upphafi: 236898
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar