13.8.2011 | 10:33
Brött byrjun Arsenal
Mér líður líklega eins og belju sem sleppt er út úr fjósi á vorin þegar Enski boltinn fer að rúlla. Það er alltaf eitthvað spennandi í loftinu.
Byrjunin hjá Arsenal í ágúst á 125 ára afmælisári er brött. Þrír stórleikir í úrvalsdeildinni og tveir mikilvægir við Udinesse í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Opnunarleikurinn verður á hinum stórmagnaða leikvangi St. James Park í Newcastle. Þar mætir Toon Army Skyttunum.
Kíkjum á úrslit síðasta árs á móti sömu liðum.
05.02.2011 Newcastle - Arsenal 4-4 (Barton 68 (pen), 82 (pen), Best 75, Tiote 87 - Walcott 1, Djourou 3, van Persie 10, 26)
17.04.2011 Arsenal - Liverpool 1-1 (Persie 90 - Kuyt 90)
13.12.2010 Man. Utd - Arsenal 1-0 (Park 40)
Allt sögulegir leikir á síðasta leiktímabili, sem mikið hefur verð fjallað um. Tvö stig var uppskeran sem er heldur rýrt.
Eins og sést, þá tapaði Arsenal niður fjögurra marka forystu á móti Newcastle og hafði komist í 3-0 eftir 10 mínútur. Voru margir stuðniningsmenn Toon Army farnir heim en í byrjun síðari hálfleiks tókst Joey Barton að æsa Diaby upp og flaug hann útaf á 50. mínútu. Má segja að þarna hafi einn snúningspunkturinn orðið á síðasta keppnistímabili.
Fjögur Skjóramörk fylgdu í kjölfarið. Skjórarnir skutust því nær óskaddaður undan skyttunum.
Fyrr á tímabilinu áttust liðin við í Carling Cup og lagði Arsenal heimamenn að velli 0-4.
Ætli fjögur Arsenal-mörk líti dagsins ljós í dag?
Líklegt byrjunarlið Arsenal:
13. Wojciech Szczesny
3. Sagna 5. Vermalen 6. Koscielny 28. Gibbs
17. Song 19. Wilshere 16. Ramsey
14. Walcott 10. Persie 23. Arshavin
Síðan koma Gervinho og Rosicky á kantana á 65. mínútu. Það verður gaman að fylgjast með nýliðanum og vonandi setur hann mark sitt á leikinn.
Markmiðið fyrir ágúst er að tryggja sæti í Meistaradeildinni og tapa ekki leik í úrvalsdeildinni og finna góðan dvaldarstað fyrir Fabregas og Nasri, það er ágætis byrjun.
Ekki er raunhæft hjá Arsenal í umbreytingaferli að setja stefnuna á sigur í Úrvalsdeildinni en það eru fleiri verðalunagripir í boði og styttri leið að þeim. Birmingham gat t.d. náð í einn á síðasta tímabili.
Nú tekur maður Carlsberg bjórinn í sátt og skálar í botn, en Carlsberg er opinber bjór á Emiratdes. Gleðilega knattspyrnuveislu.
Bloggfærslur 13. ágúst 2011
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 6
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 249
- Frá upphafi: 236834
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar