4-4 gegn Newcastle

Ótrúlegur viðsnúningur varð á leik Newcastle United og Arsenal í dag. Eftir meðvitundalausa byrjun Newcastle, þá voru þeir komnir 0-4 undir eftir 26 mínútur en tókst að jafna leika. Arsenal-menn sáu leiktímabilið renna út í sandinn en svo komu óvæntar fréttir frá Wolverhampton.

Byrjunin á leiknum í dag, minnti mig á leik sem ég sá á Highbury 28. febrúar 2004. Ósnertanlega tímabilið. Þá hóf Arsenal leikinn af krafti og á annarri mínútu skorðaði Robert Pires fyrsta mark leiksins. Á fjórðu mínútu kom Thierry Henry Arsenal í 2-0 og íslenskir Arsenal menn sem voru í hópferð voru farnir að spá í hvort tveggja stafa tala gæti birst á stöðutöflunni. Leikmenn Charlton með Hermann Hreiðarsson innanborð gerðu lítið annað á fyrstu fimm mínútum annað en að taka miðju.

Arsenal slakaði á klónni og í síðari hálfleik, á 59. mínútu minnkaði Daninn Claus  Jensen muninn. Þegar uppbótartími var að renna upp, þá átti einn leikmaður Charlton hjólahestaspyrnu sem hafnaði í innanverði stönginni en sem betur fer, fyrir ferðamenn frá Íslandi, þá fór knötturinn í átt að hornfánanum. Naumur 2-1 sigur eftir frábært upphaf.

Ég hafði orð á þessum leik í dag kl. 15.05 og sagði áheyrendum frá heppni okkar. Ekki óraði mig fyrir því að hægt væri að klúðra fjögurra marka forystu en allt er víst hægt.

Keppnistímabilið 2008/2009 sáust þessar tölur tvisvar á stöðutöflunni. Fyrri leikurinn var gegn nágrönnunum, Tottenham og Liverpool á Anfield en þá skoraði Arshavin fernu. Þessir leikir þróuðust öðruvísi.


Bloggfærslur 5. febrúar 2011

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 295
  • Frá upphafi: 236821

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband